Í síðustu viku þá fékk ég þann heiður að lóðsa vinnustofu með gæðadeild Össurar en þau voru að huga að stefnunni fyrir 2025. Þarna var kominn fjölbreyttur hópur frá mismunandi stöðum og staðsetningum í fyrirtækinu og því þótti mér mikilvægt að það yrði mikil hópavinna. Formattið á vinnustofunni var því svona: 1.Kynningar fyrir vinnufundinn Við vorum með flestar kynningar áður en hópurinn kom saman og voru þær kynningar teknar upp svo að þáttakendur gætu horft aftur eða ef þeir misstu af. Eftir kynningarnar gáfum við þeim heimaverkefni. Heimaverkefnið var að fara ein í hugarflug um SWOT (strength - weakness - opportunities - threat) 2. Innblástur frá stjórnenda Þegar vinnustofan hófst var framkvæmdastjóri rekstrarsviðs með stutta tölu um stefnu Össurar en svo fór hann í hugarflug um hvað þýðir gæði fyrir honum. 3.Byggja upp traust Næst fórum við í stuttan icebreaker með mannauðsdeildinni þar sem við sögðum örstutt frá okkur en líka frá einu sniðugu sem hinir vissu ekki um. Ég mæli með að hafa svona icebreaker til þess að ná trausti og góðri stemmingu í byrjun vinnustofu. Það er sértaklega sniðugt þegar starfsmenn vinna langt frá hvoru öðru eða ekki að sömu verkefnum. 4. SWOT / SVÓT hópavinna
Síðan fórum við að vinna að SWOT greiningunni og þar sem þetta var 16 þáttakendur þá fannst mér mikilvægt að allir gætu sagt hvað þeir voru með í sínu heimaverkefni. Við byrjuðum því á að fara yfir hvern hluta fyrir sig í SWOT. Hópavinnan Í byrjun voru 2 saman þar sem þeir sögðu frá hvað þeir höfðu gert í heimavinnunni. Í næstu umferð höfðum við 4 saman þar sem 2 hópar sýndu sameinaða niðurstöður frá heimavinnu. Loks voru tveir 4 mannahópar sameinaðir í 8 þar sem aftur þau kynntu niðurstöður fyrri hóps ásamt því að sameinast um hvað væri mikilvægt fyrir þeim. Í lokin voru svo tveir átta manna hópar sem kynnu fyrir öllum hópnum. Það sem er skemmtilegt við þetta er að allir hafa rödd en það er líka gaman að sjá hvað margir eru með áherslu á sömu hlutina. 5. Verkefnalisti Loks þegar við vorum búin að fara yfir Strength-Weaknesses-Opportunities - Threat þá báðum við alla í einrúmi að skrifa niður út frá því hvaða verkefni væru mikilvægust sem tengdust stefnunni og Must Win verkefnum
6. Mikilvægustu verkefnin Þegar báðir hópar voru búnir að kynna sín topp verkefni þá sameinuðum við listana og fórum í atkvæðagreiðslu varðandi hvaða verkefni voru mikilvægust. Hver þáttakandi fékk 3 punkta og mátti setja á hvaða verkefni sem er. 7. Vinnuhópar á topp þremur verkefnum Eftir atkvæðagreiðsluna vorum við komin með topp 3 verkefnin og þá mynduðum við minni vinnuhópa sem gátu þá farið á dýptina í því verkefni. Markmið var að hugsa hvaða auðlindir þurfum við fyrir verkefnið, budget, IT etc. 8. Kynning og ábyrgðaraðilar Loks var kynning á verkefnunum og ákveðið hver ætlaði að vera ábyrgðaraðili að taka málin áfram. Þetta er mjög mikilvægt því það er því miður algengt að allir gleymi verkefnum þegar vinnustofa klárast! Allt í allt var þetta frábær vinnustofa með skemmtilegu fólki! já og annað pro tip - ekki gleyma að hafa nægar veitingar og orkudrykki!
0 Comments
Það er ótrúlega spennandi að segja frá nýju námskeiði sem er að fara af stað í haust. Í samstarfi við Maríönnu Magnúsdóttur mun Viktoría Jensdóttir vera með nýtt námskeið sem kallast skilvirki leiðtoginn, umbótahugsun í lífi og starfi. Á þessu námskeiði munu Viktoría og Maríanna fara yfir hvernig er hægt að nýta umbóta tól í persónulega lífinu. Þær hafa báðar verið að nýta sér umbóta hugmyndafræðinga í yfir 15 ár og vilja nú hjálpa einstaklingum að nýta sér hana. Það eru takmörkuð sæti í boði þannig drífðu þig í að skrá þig! Nánari upplýsingar og skráning! |
AuthorViktoría og Lísa Archives
October 2024
Categories |