LEAN.is
  • Heim
  • Námskeið
    • Skilvirki leiðtoginn
    • A3 notkun (verkefnastýring og vandamálarannsóknir)
    • Sjónræn stjórnun (töflur og 5s)
    • Umbótavinnustofur
    • Ferlagreining
  • Blogg
  • Efni
  • Myndbönd
  • Orðaskýringar
  • Um okkur

Breytt dagsetning á skilvirka leiðtoganum

10/30/2024

0 Comments

 
Picture
Af óviðráðanlegum ástæðum þá urðum við að fresta námskeiðinu um Skilvirka leiðtogan fram í janúar. Við vonumst til að sjá sem flesta nýta tækifærið að byrja nýja árið af krafti með því að mæta á þetta hagnýta námskeið!
0 Comments

Afhverju skilvirki leiðtoginn?

10/20/2024

0 Comments

 
Ég fékk tækifæri til þess að fara í smá viðtal hjá Smartlandi um tildrög námskeiðisins "Skilvirka leiðtogans" sem ég er að fara að kenna með Maríanna Magnúsdóttir 🤓
Þið getið tékka á því hér :)
0 Comments

Fyrirlestur í dokkunni

10/10/2024

0 Comments

 
Viktoría og Maríanna verðameð fyrirlestur hjá Dokkunni í tengslum við námskeiðið okkar - Skilvirka leiðtogan, umbótahugsun í lífi og starfi.
Fyrirlesturinn er 31.október kl. 9:00-9:45 og er online!
Mig langar líka að tengja þetta við bleikan október þar sem ég hef fengið brjóstakrabbamein en í þeirri vegferð notaði ég umbóta tólin og hugsunina mikið.
Hlakka til að sjá ykkur!

Nánari upplýsingar hér: ​https://dokkan.is/fundur/skilvirki-leidtoginn/
0 Comments

Ísbrjótur

10/1/2024

1 Comment

 
Picture
Ég nota mikið "Ísbrjóta" þegar ég er að halda vinnustofur eða vinna með teymum. Ég tel það bæði árangursríkt þegar teymi þekkjast vel og þegar teymi eru ný. Þegar teymi eru ný þá er auðveldlega hægt að nýta gömlu góðu ísbrjótana eins og 2 sannar fullyrðingar og 1 lygi. Starfsmenn þurfa að vera búnir að undirbúa sig og segja þessar 3 fullyrðingar og hópurinn á að giska hver lygin er. Hægt er að krydda þetta enn meira með því að nota til dæmis kahoot. Ég nota líka oft spurninguna - hvaða frægu manneskju hefuru hitt eða séð. Þá skapast oft mjög skemmtilegar umræður um "hvað er raunverulega fræg manneskja" og svo um atburðinn. Einnig er hægt að biðja einstaklinga um að segja frá hobbý sem þau eru í. 
Fyrir teymi sem þekkjast meira eða hafa verið á mörgum viðburðum saman þá eru nokkrir ísbrjótar sem eru ekki jafn algengir. Hægt er að búa til spotify playlista þar sem hver og einn setur inn 1-3 lög sem hann telur að lýsi sinni persónu eða leiðtogastíl, ég mæli með að hver velji amk 2 lög til að hafa þetta spennandi.  Síðan er valið lag af handahófi og hópurinn giskar á hver hann telur að eigi lagið og afhverju. Þegar allir hafa giskað þá segir sá sem átti lagið afhverju hann valdi það. Þetta er mjög skemmtilegt og getur skapað góða stemmingu inn í daginn. Það er líka hægt að hafa þetta sem uppbrot nokkrum sinnum yfir daginn því það þarf ekki að klára öll lögin í einu. 

Picture
Lagið sem ég til dæmis valdi var "Can't stop the feeling" þar sem ég vil hafa ástríðu og orku í öllu sem ég geri ásamt því að hafa teymi með mér að dansa saman í átt að markmiðinu okkar. 
Að lokum langar mig að segja frá nýjum leik sem ég bjó til en ég bað ChatGPT um að búa til avatara eftir ákveðinni lýsingu til þess að lýsa hverjum og einum teymismeðlimi. Síðan sýndi ég einn avatar í einu og allir áttu að giska hver var þessi avatar. Þetta uppskar mikinn hlátur og spurningar. ​

Picture
1 Comment

    Author

    Viktoría og Lísa

    Archives

    December 2024
    November 2024
    October 2024
    September 2024
    August 2024
    June 2021
    May 2021
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    July 2019
    May 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2016
    September 2016
    May 2016
    April 2016
    February 2016
    September 2015
    August 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    August 2014
    March 2014
    January 2014
    November 2013
    October 2013
    September 2013

    Categories

    All
    Office Lean
    One Piece Flow
    Personal Lean

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly
  • Heim
  • Námskeið
    • Skilvirki leiðtoginn
    • A3 notkun (verkefnastýring og vandamálarannsóknir)
    • Sjónræn stjórnun (töflur og 5s)
    • Umbótavinnustofur
    • Ferlagreining
  • Blogg
  • Efni
  • Myndbönd
  • Orðaskýringar
  • Um okkur