LEAN.is
  • Heim
  • Námskeið
    • Skilvirki leiðtoginn
    • A3 notkun (verkefnastýring og vandamálarannsóknir)
    • Sjónræn stjórnun (töflur og 5s)
    • Umbótavinnustofur
    • Ferlagreining
  • Blogg
  • Efni
  • Myndbönd
  • Orðaskýringar
  • Um okkur

Skilvirki leiðtoginn, umbótahugsun í lífi og starfi

Picture
Þetta nám er sérstaklega hannað fyrir þá sem vilja ná meiri skilvirkni í lífi og starfi. Í þessu hagnýta námskeiði verður farið yfir hvaða tól og tæki geta hjálpað þér til þess að ná skilvirkni og góðu jafnvægi. Lagt er upp úr því að hægt sé að nýta þetta námskeið bæði fyrir persónulega lífið en einnig í starfi. 
Mikil sjálfsvinna er á námskeiðinu og lagt upp með að nýta sjálfsgreiningu til þess að skoða hvar einstaklingurinn er og hvert hann vill fara.
Með því að ljúka þessu námskeiði þá ertu komin með góða þekkingu á umbótahugsun og hvernig er hægt að nýta hana heima við, í starfinu eða í tómstundum. 
Meðal þess sem kennt er:
  • Stefnumótun - hvað er mikilvægt fyrir þig, fjölskylduna eða fyrirtækið
  • Jafnvægisdemanturinn og lífshjólið
  • Að sjá sóun
  • Betra skipulag með 5s aðferðafræðinni
  • Betri yfirsýn yfir verkefni og aðgerðir með töflum
  • Umbóta þjálfun fyrir alla (PDCA coaching)
  • Stöðluð vinna fyrir hámarks skilvirkni
  • Hagnýtar æfingar í núvitund og yoga til þess að minnka streitu

Leiðbeinendur

Maríanna Magnúsdóttir og Viktoría Jensdóttir hafa verið að vinna við og nota umbótahugsun í lífi og starfi í yfir 15 ár. Þær brenna fyrir því að kenna öðrum hvernig er hægt að ná árangri.
Sjá nánar um Viktoríu
​Sjá nánar um Maríönnu


Fyrir hverja er námskeiðið

Námið hentar öllum þeim sem vilja bæta sig í lífi og starfi. Ekki er gert ráð fyrir því að þátttakendur hafi fyrri þekkingu af umbótaverkfærum. ​

Skipulag

Námslínan er alls 8 klukkustundir.
Kennt er í tveimur lotum, 
Kennd er  í sal samkenndar, heilsuseturs


Verð og afbókunarskilmálar

Verð er 49.500 kr og er reikningur sendur eftir skráningu. 
Þátttakandi hefur 14 daga frá skráningu til þess að afbóka viðburð og óska eftir endurgreiðslu hafi greiðsla átt sér stað. Þetta á við um skráningar á alla viðburði, hvort sem skráning fer fram í gegnum vef, tölvupóst eða með öðrum leiðum. Athugið að engin afbókun né endurgreiðsla er möguleg þegar minna en 14 dagar eru í viðburð. Hafi greiðsla ekki átt sér stað innan 14 daga frá skráningu er afbókun ekki möguleg og greiðslukrafa miðakaupa heldur sér.
Afbókun og ósk um endurgreiðslu á miða innan 14 daga frá skráningu skal fara fram með því að senda tölvupóst á [email protected] þar sem nafn og netfang þátttakanda og heiti fyrirtækis eigi það við er tekið fram.

Hagnýtar upplýsingar

Innifalið í verði námskeiðs er léttur hádegismatur og snarl yfir daginn. 
Allt námsefni er innifalið 
Nokkrum dögum fyrir námskeið fá þátttakendur sendan tölvupóst með helstu upplýsingum. 
Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

​

Skráning á biðlista

    Skráning á námskeiðið "Skilvirki leiðtoginn"

Submit
Proudly powered by Weebly
  • Heim
  • Námskeið
    • Skilvirki leiðtoginn
    • A3 notkun (verkefnastýring og vandamálarannsóknir)
    • Sjónræn stjórnun (töflur og 5s)
    • Umbótavinnustofur
    • Ferlagreining
  • Blogg
  • Efni
  • Myndbönd
  • Orðaskýringar
  • Um okkur