Að halda umbótavinnustofu
Um námskeið
Eitt af því sem einkennir menningu fyrirtækja sem hafa náð góðum tökum á Lean eru svo kölluð Kaizen eða umbótavinnustofur. – en Kaizen er japanskt hugtak og þýðir einfaldlega stöðugar umbætur. Eitt mikilvægasta skrefið í inleiðingu Lean er að þjálfa umbótasérfræðinga innan fyrirtækisins í að leiða Kaizen verkefni á faglegan og markvissan hátt.
Á námskeiðinu er farið yfir hvernig á að leiða stór og smá Kaizen verkefni. Farið er yfir Kaizen formið, hvað þarf að gera, hvað þarf að undirbúa, hver á að gera hvað og hvernig er eftirfylgni háttað. Farið er í verklega æfingu þar sem starfsmenn halda sitt eigið ör kaizen.
Að lokum verður kynnt hvernig er hægt að ná kaizen andanum og einnig aðrar aðferðir til að koma auga á Kaizen verkefni.
Á námskeiðinu er farið yfir hvernig á að leiða stór og smá Kaizen verkefni. Farið er yfir Kaizen formið, hvað þarf að gera, hvað þarf að undirbúa, hver á að gera hvað og hvernig er eftirfylgni háttað. Farið er í verklega æfingu þar sem starfsmenn halda sitt eigið ör kaizen.
Að lokum verður kynnt hvernig er hægt að ná kaizen andanum og einnig aðrar aðferðir til að koma auga á Kaizen verkefni.
Fyrir hverja er námskeiðið
Námskeiðið er fyrir stjórnendur, verkefna og breytingastjóra og sérfræðinga sem vilja ná góðum tökum á því að halda umbótavinnustofur.
Skipulag
Námskeiðið er 3,5 klst.
Einstaklingsverð 2024: 29500.-
Verð fyrir fyrirtæki (hámark 20 nemendur): 200.000 .- kr vinsamlegast hafið samband við [email protected] eða fyllið út formið hér að neðan.
Einstaklingsverð 2024: 29500.-
Verð fyrir fyrirtæki (hámark 20 nemendur): 200.000 .- kr vinsamlegast hafið samband við [email protected] eða fyllið út formið hér að neðan.