Hvað er lean (straumlínustjórnun)?Straumlínustjórnun, lean eða stöðugar umbætur eins og þetta er stundum kallað - snýst um það að finna út hvað er virði fyrirtækisins í augum viðskiptavinarins og finna þær aðgerðir sem skapa virði, sem skapa ekki virði og eru sóun. Sóun er sérhver aðgerð starfsmanna sem ekki skapar virði fyrir viðskiptavini og er oft talað um sjö flokka sóunar (gallar, lager, of mikil framleiðsla, hreyfing, fluttningur, of mikil vinnsla og bið). Þegar búið er að sjá þessar aðgerðir þá þarf að minnka þær aðgerðir sem skapa ekki virði og algjörlega eyða út sóun. Það er hægt að gera með hinum ýmsum tækjum og tólum í lean tækjabeltinu ENN það sem skiptir mestu máli í lean er breyttur hugsunagangur, kúltúr og virðing fyrir starfsmönnum.
Um okkurLísa og Viktoría hafa haft mikinn áhuga á lean hugmyndafræðinni í mörg ár. Þær halda út þessari vefsíðu ásamt sínum hefðbundnu störfum. Ásamt því halda þær ráðstefnuna Lean Ísland.
Hægt er að hafa samband við [email protected] fyrir nánari upplýsingar. |
Um lean.isFræðsla og námskeiðViktoría og Lísa brenna fyrir stöðugum umbótum. Á þessari síðu setja þær fram fræðsluefni, myndbönd og blogg sem stendur öllum til afnota án endurgjalds. Það er samt alltaf gaman að láta vita ef þið notið efni frá okkur eða ef þið betrumbætið eitthvað að leyfa okkur að setja það hér á síðuna fyrir aðra að nota :)
Á döfinniFerla og Gæðastjórnun haust 2024 í opna háskólanum Nýtt námskeið: skilvirki leiðtoginn 12.nóvember, skráning hafin |