Kynningar
Kynning sem ég hélt hjá Dokkunni, um fyrirlestur:
Í þessum fyrirlestri verður farið í verkefni sem Viktoría leiddi. Það verkefni var að loka verksmiðju í miðríkjum bandaríkjana og færa vörur til mexíkó. Verkefni sem við fyrstu sýn gæti orðið mjög erfitt en var í raun eitt af því skemmtilegasta verkefni sem Viktoría hefur leitt. Í þessum fyrirlestri mun hún fara yfir hvernig hún notfærði sér hugmyndafræði verkefnastjórnunar, lean og þjónandi forystu sem gerði það að verkum að verkefnið kláraðist á undan áætlun, undir kostnaðaráætlun og með góðum teymisanda. Þess má geta að verkefnið spannaði 18 mánuði og var á síðustu metrunum þegar covid19 faraldurinn hófst. Teymið samanstóð af starfsmönnum frá Bandaríkjunum, Mexikó, Íslandi og Þýskalandi og innan össurar voru þessir starfsmenn innan framleiðsludeildar, þróunardeildar, innkaupa, fjármála og gæðadeildar. |
Fræðslumyndbönd
|
|