Lísa Jóhanna Ævarsdóttir
Lísa er viðskiptafræðingur með master í verkefnastjórnun, MPM. Hún starfar nú sem verkefnastjóri hjá Orkuveitunni. Einnig er hún starfandi verkefnastjóri hjá Dokkunni, kynningarfulltrúa í stjórn Agile netsins og er meðlimur í Hjálparsveit skáta í Garðabæ. Lísa hefur kennt bæði opin námskeið sem og sérnámskeið fyrir fyrirtæki í verkefnastjórnun með Trello.
Áhuginn á straumlínustjórnun kviknaði strax á fyrsta fyrirlestrinum fyrir nokkrum árum og síðan þá hefur hún verið að afla sér þekkingar með bókum, námskeiðum og ráðstefnum en hún hefur verkefnastýrt Lean Ísland ráðstefnunni frá upphafi. Aðferðum straumlínustjórnunar kynntist hún enn betur sem starfsmaður Spretts þar sem sjónræn stjórnun og beiting lean/agile aðferða í hugbúnaðarþróun skipa stóran sess. Eitt af gildum Lísu er að vera betri í dag en í gær, en það speglar vel þann hugsunarhátt sem þarf í straumlínustjórnun og hefur hún verið að skoða samnýtingu hugmynda í straumlínustjórnun og "personal development". |
Viktoría Jensdóttir
Viktoría er Iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og starfar hún sem forstöðumaður stefnu og verkefna hjá rekstrarsviði Össurar. Hún starfaði áður sem deildarstjóri rekstrarþjónustu hjá Landspítala og þar áður verkefnastjóri hjá Landspítalanum við innleiðingu á straumlínustjórnun ásamt verkefnum tengdum Nýja Landspítalnum, hún var deildarstjóri Virðisþróunar hjá Símanu og deildarstjóri umbóta og öryggis hjá Össuri, hún stýrði einnig straumlínuhópi Dokkunar og hefur verið að kenna straumlínustjórnun við Háskóla íslands, HR ásamt sjálfstætt hjá hinu ýmsu fyrirtækjum á Íslandi.
Hún hefur víðtæka reynslu á sviði straumlínustjórnunar, hún fékk sína fyrstu reynslu á sviði lean þegar hún starfaði hjá Alcoa Fjarðaál en þar fann hún sig í lean. Hún hefur einnig reynslu úr öðrum stórum framleiðslufyrirtækjum og skrifstofu umhverfi, einnig hefur hún tekið námskeið á vegum Lean Enterprise Institue og Gemba academy, lært af fjölmörgum erlendum ráðgjöfum og setið hinar ýmsu ráðstefnur um straumlínustjórnun. Hún hélt fyrirlestur um hvað kaizen væri á Lean Ísland 2012 og talaði um A3 á Lean Ísland 2013 og European Manufacturing Summit 2013. Hún hefur einnig talað á einni stærstu ráðstefnu um lean í heiminu - AME en þar var efnið um hvernig Össur nær að virkja starfsmenn sína með kaizen, tillögukerfi og lean skólanum. Viktoría hefur gríðarlegan áhuga á öllu sem viðkemur lean og er með silfur í Lean Black Belt Six Sigma frá Pyzdek Institute ásamt því að vera ávalt að lesa bækur um lean og reyna að nýta sér aðferðafræðinni í vinnu og heima fyrir. Viktoría og Lísa eiga og halda Lean Ísland ráðstefnuna. |