LEAN.is
  • Heim
  • Blogg
  • Efni
  • Myndbönd
  • Orðaskýringar
  • Um okkur

Námskeið í boði

Það er mikið lagt upp úr því að hafa námskeiðin lifandi og skemmtileg með fjölda raunverulegra dæma. Í öllum lengri námskeiðum (yfir 3 klst) eru verklegar æfingar stór hluti af námskeiðinu sem þýðir að þátttakendur geta nýtt sér vitneskjuna samstundis. Hægt er að sérsníða námskeið að þörfum fyrirtækisins ef þess er óskað. Hafðu samband við okkur ef þú hefur áhuga á að hafa þessi námskeið í fyrirtækinu þínu.


Þetta segja þátttakendur m.a.

„Viktoría er uppfull af dæmum sem skýra hlutina nánar, hún er góður kennari og námskeiðin brotin upp með verkefnum og leikjum.“
„Góður og skemmtilegur fyrirlestari“
„Líflegur fyrirlesari sem tókst að halda athygli“
„Viktoría talar af reynslu, sem ég tel vera mikinn kost. Fyrirlestrar voru líflegir og hún braut þá upp með verkefnum, vídeóum o.fl.
 

Námskeiðslisti

Lean fyrir byrjendur
Lean office 1
Lean office 2

Að halda kaizen
A3 í stjórnun verkefna og greiningu vandamála
Sóun, 5s og sjónræn stjórnun
Sjónræn stjórnun - töflur
Lean Menning
Virðisgreining
Notkun leikja og myndbanda við kennslu á lean
Lean skólinn - Brons, Silfur og Gull
Lean einkaþjálfun
Trello - tól í verkefnastjórnun

Lýsing á námskeiðum

Að halda kaizen

Picture
Eitt af því sem einkennir menningu fyrirtækja sem hafa náð góðum tökum á Lean eru svo kölluð Kaizen  – en Kaizen er japanskt hugtak og þýðir einfaldlega stöðugar umbætur. Eitt mikilvægasta skrefið í inleiðingu Lean er að þjálfa umbótasérfræðinga innan fyrirtækisins í að leiða Kaizen verkefni á faglegan og markvissan hátt.
Á  námskeiðinu er farið yfir hvernig á að leiða stór og smá Kaizen verkefni. Farið er yfir Kaizen formið, hvað þarf að gera, hvað þarf að undirbúa, hver á að gera hvað og hvernig er eftirfylgni háttað. Farið er í verklega æfingu þar sem starfsmenn halda sitt eigið ör kaizen.
Að lokum verður kynnt hvernig er hægt að ná kaizen andanum og einnig aðrar aðferðir til að koma auga á Kaizen verkefni.
Námskeiðið er 3,5 klst. 


Sóun, 5s og sjónræn stjórnun

Picture
Einn af hornsteinum straumlínustjórnunar er sterk þekking á sóunarflokkunum og læra að sjá sóunina ásamt því að vita hvernig á að útrýma henni. Það er ótrúlegt hversu miklum árangri er hægt að ná þegar starfsmenn hafa „kveikt á perunni“. Á þessu námskeiði verður farið yfir hvað sóun er, hvernig er hægt að sjá hana og hvaða tól geta mögulega hjálpað til þess að útrýma henni.
5s er eitt af þeim tólum sem flestir byrja á að innleiða í lean þar sem það er auðvelt í innleiðingu, kostar lítið og kennir starfsmönnum um lean í leiðinni, þó er mjög algengt að 5s kerfi gangi ekki og því er mikilvægt að skilja muninn á 5s og venjulegri hreinsun og þekkja grundvallar atriðin. Í þessu námskeiði er farið yfir hvað 5s er, hvernig er hægt að innleiða það og viðhalda. Einnig er tekið dæmi um 5s úttekt.

Sjónræn stjórnun er gríðarlega öflugt tæki, flestir tengja sjónræna stjórnun við töflur og mun þetta námskeið fara yfir hvernig er hægt að búa til töflu og hafa „stand up“ fundi. Þegar töflur og „stand up“ fundir eru notaðir rétt þá finnast vandamál fyrr og það er auðveldara að fá starfsmenn til þess að reyna að leysa vandamál. Einnig er hægt að nota töflur til þess að halda utan um verkefni o.s.frv.

Námskeiðið er 3,5 klst. 



Notkun leikja og myndbanda við kennslu á lean

Picture
Oft segja leikir og myndbönd meira en þúsund orð og á það sérstaklega vel við í kennslu á lean, sumir þurfa verklegar æfingar til þess að ná fullum skilning og ekki skemmir fyrir ef kennslan er skemmtileg. Að nota myndbönd og leiki við kennsluna, hefur gefist mjög vel, bæði til að hrista hópinn saman, sem er að fara að vinna ákveðin verkefni og til þess að ná dýpri skilning á efninu. Í þessu námskeiði verður m.a. farið yfir leiki og myndbönd sem snerta á eftirfarandi hugtökum: One piece flow, kaizen, standard work, sóun, 5s o.sfrv.

Námskeiðið er 3,5 klst



Trello - tól í verkefnastjórnun

Picture
Trello er ókeypis online tól til að halda utan um verkefni með töflum, listum og spjöldum. Það er auðvelt í notkun og veitir góða yfirsýn yfir stöðu verkefna, ábyrgð og fleira. Trello hefur verið notað með góðum árangri bæði í einkalífi og starfi en sýnd verða dæmi um notkun, kennt á virkni þess sem og farið í verkefni þar sem stofnaður verður aðgangur og töflur.


Námskeiðið er 2 klst.


Lean skólinn - Brons

Í þessu námi þá er hist í 10-13 skipti í 60-90 mínútur í senn. Hópurinn getur verið frá 10-15 manns. Annað hvert skipti er farið yfir ákveðið viðfangsefni og síðan er lesin bók og farið yfir hana líka. Hægt er til dæmis að lesa bækurnar "factory of one" eða "Andy and me".
Dæmi um skipulag námskeiðs:
1. Saga Lean, VA + NVA, Muda, Muri, Mura
2. 5s og Toast kaizen
3. Andy and me, kaflar 1-4
4. Sjónræn stjórnun - töflur, KPI's, vandamálarannsóknir
5. Andy and me, kaflar 5-12
6. Kaizen
7. Andy and me, kaflar 13-16
8. A3 hugsun
9. Andy and me, kaflar 17-19
10. Stöðluð vinna og Lean office
11. Andy and me, kaflar 20-26
12. Heimsókn í lean fyrirtæki
13. Örstutt Lean Bronz próf og vottorð fyrir lokum

A3 í stjórnun verkefna og greiningu vandamála

Picture
A3 eða þristur er eitt af verkfærum Lean en A3 vísar í stærð blaðsins sem notað er til að setja upp verkefnið / vandamálið hverju sinni. Í stuttu máli má segja að A3 sé notað til þess að leysa vandamál, stýra verkefnum eða þegar unnið er í stefnumótun. A3 krefst þess af notandanum að hann virkilega viti hvert verkefnið / vandamálið er og sé hnitmiðaður. Til eru mismunandi form af A3 og fer það til dæmis eftir því hvort um er að ræða verkefni eða vandamál.
Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir mismunandi form af A3, hvernig á setja upp A3, farið í vandamálagreiningu og svo verður tekinn einn raunverulegur þristur.
Námskeiðið er 3,5 klst.


Virðisgreining

Picture
Virðisgreining eða Value Stream Mapping er eitt besta og mest notaða tól sem hægt er að nota í straumlínustjórnun. Með þessu öfluga verkfæri eru ferlin möppuð upp frá viðskiptavini til birgja, bæði er mappað upp efnisflæði og upplýsingaflæði. Gerð eru kort fyrir núverandi ástand, framtíðarástand og fullkomið ástand. Síðan eru gerðir aðgerðarlistar og tillögur að verkefnum. Í þessu námskeiði verður farið yfir hvernig á að búa til öll kortin og hvað þarf að hafa í huga við gerð þeirra. Einnig verður farið yfir hvers konar nálgun er best í skrifstofu umhverfi.  

Námskeiðið er 3,5 klst. 


Lean fyrir byrjendur

Picture
Þetta námskeið er hægt að sérsníða að óskum viðskiptavinarins. Hægt er að hafa byrjendanámskeið fyrir stjórnendur, starfsmenn í framleiðslu eða í skrifstofuumhverfi. Farið er hratt yfir hvað lean snýst um og helstu tól sem hægt er að nota. Hægt er að hafa þetta námskeið frá 90 mín – 3,5 klst, eftir því hvernig hentar. 



Lean office hluti 1

Picture
Lean manufacturing hefur marg sannað sig
hjá fyritækjum sem innleiða það. Það sem færri vita er þó að sennilega er meiri
sóun í skrifstofuferlunum okkar enn í framleiðslunni og það sem verra er að það
er erfiðara að sjá það. Í þessu námskeiði verður farið í hverjir eru innri og
ytri viðskiptavinir í ferli og hvernig er hægt að greina það m.a. með notkun
SIPOC og customer vs. Provider möppun. Einnig verður farið yfir hvernig sóun er
í skrifstofurými og rætt um hvernig er hægt að koma í veg fyrir hana. Næst
verður farið í 5s á upplýsingum og sjónræna stjórnun í skrifstofu umhverfi, þá
er sérstök áhersla lögð á töflur. 
Námskeiðið er 3,5  klst.


Lean office hluti 2

Picture
Í þessu framhaldsnámskeiði verður farið
yfir hvernig er best að standa að office kaizen, enn kaizen stendur fyrir
  stöðugar umbætur. Á  námskeiðinu er farið yfir hvernig á að leiða ferla
  Kaizen verkefni. Farið er yfir Kaizen formið, hvað þarf að gera, hvað þarf að
  undirbúa, hver á að gera hvað og hvernig er eftirfylgni háttað. Farið er í
  verklega æfingu þar sem starfsmenn halda sitt eigið ör kaizen. Einnig á þessu
  námskeiði verður farið yfir hvað A3 er og hvernig hann nýtist við
  verkefnastjórnun. A3 krefst þess af notandanum að hann virkilega viti hvert
  verkefnið / vandamálið er og sé hnitmiðaður. Til eru mismunandi form af A3 og
  fer það til dæmis eftir því hvort um er að ræða verkefni eða vandamál. Gerður
  verður verkefna A3 í námskeiðinu. Námskeiðið er 3,5 klst.


Lean einkaþjálfun fyrir stjórnendur

Í þessu er hist reglulega og farið yfir ákveðin efnistök í samvinnu við stjórnandann.
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Blogg
  • Efni
  • Myndbönd
  • Orðaskýringar
  • Um okkur