Hjálpargögn og fræðsluefni
A3 sniðmát
A3 er tól sem er notað til þess að halda utan um verkefni og vandamál. Í raun er verið að fylgja PDCA hringnum á skipulagðan hátt og 5s'a upplýsingar. Ekki er til neitt rétt eða rangt sniðmát af A3 en gott er að nota það þegar fyrstu "þristarnir" eru gerðir.
Hjálpargögn fyrir umbótavinnustofur
Kaizen eða umbótavinnustofur er frábær leið til þess að greina sóun í ferlum og vinna umbótaverkefni. Með því að taka 1/2-5 daga í að vinna aðeins að umbótaverkefninu og ná að klára það.
Í þessu excel skjali er allt sem þú þarft að hafa til að halda kaizen. Stofnskrá, tímagreiningartól, takt tíma reiknir o.s.frv.
|
Einfaldur charter/stofnskrá til þess að ramma inn umbótaverkefni.
|
Gott tímagreiningartól fyrir þá sem starfa í skrifstofu umhverfi.
|
Góður gátlisti áður en farið er í umbótavinnustofu.
|
Virðisgreining
Virðisgreining er notuð til þess að greina sóun í ferlum. Það er ólíkt hefðbundinni ferlagreiningun af því leiti að tölulegum gögnum er bætt við kortlagninguna og einnig er tekið tillit til upplýsingakerfa, viðskiptavina og birgja.
Stöðluð vinna
Í lean hugmyndafræðinni er sagt að án staðlaðra vinnu er ekki hægt að gera umbætur. Þetta ætti því að vera fyrsta skrefið í umbótum að athuga hvort staðlað verklag sé til og hvort sé verið að fylgja því. Það er einnig hægt að nota staðlaða vinnu í skrifstofu umhverfi þar sem við reynum að skapa okkur góðum venjum til að ná hámarks árangri.
Góðar bækur til þess að byrja lesa
Andy and me eftir Pascal Dennis er sögubók um Andy sem vinnur hjá fyrirtæki sem er að fara í þrot. Þessi saga fer yfir hvernig hann notar lean til þess að ná þeim úr vandræðum.
Mjög auðveld lesning. Everything I know about lean I learned in the first Grade er frábær bók fyrir byrjendur. Virkilega auðveld að lesa og með helstu hugtökum.
|
The remedy eftir Pascal Dennis er framhaldssaga af Andy and me. Andy er farinn að skoða skrifstofu, R&D, marketing o.s.frv.
The Lean Turnaround eftir Art Byrnes kom þægilega á óvart þegar ég las hana. Hún er meira miðuð að stjórnandanum og er því frábær fyrir þá.
|
A factory of one eftir Daniel Markovitz er frábær bók fyrir byrjendur í lean office.
This is lean er frábær byrjenda bók. Sérstaklega fyrir fólk sem starfar í skrifstofu ferlum. Bókin er einnig til á íslensku!
|