Hvað er markþjálfun?Markþjálfun er langtímasamband sérþjálfaðs markþjálfara og stjórnanda sem byggir á gagnkvæmu trausti, faglegri nálgun og öflugum stuðningi við þín markmið. Markþjálfun er hlutlaus og uppbyggilegur vettvangur til þess að þekkja og nýta betur eigin styrkleika og tækifæri, kortleggja eigin væntingar og fá stuðning við að gera þína framtíðarsýn að veruleika.
Markþjálfun snýst um að spyrja nýrra og óvæntra spurninga, en ekki að gefa svör. Það er algjört lykilatriði að stjórnandinn sjálfur leiti og finni svörin sjálfur. Einstaklingurinn mótar samskipti við markþjálfarann þannig að markmiðin fái persónulega þýðingu. Er markþjálfun fyrir mig?Viltu meira eða minna af einhverju í þínu lífi?
Dæmi um það gæti verið ef þú vilt ná lengra í þínum starfsframa. Viltu setja þér ögrandi markmið og ná þeim? |
Hvaða leið hentar þér? |
Við bjóðum upp á nokkrar leiðir í markþjálfun, ef þú vilt nánari útskýringar eða verð á pökkum endilega hafðu samband við okkur.
|
Brons
|
5 skipti, tímalengd er 30 mín hvert skipti og við hittumst í gegnum skype. Þessi pakki er tilvalinn fyrir þá sem hafa ákveðið vandamál sem þeir vilja komast í gegnum eða ef þeir vilja prófa markþjálfun
8 skipti, tímalengd 45 mín. Anna hvort er hægt að nota skype eða hittast. Í þessum pakka notum við ýmis tól og tæki markþjálfunar til þess að greina hvar þú ert staddur og hvert þú myndir vilja komast. Þessi pakki hentar þeim sem vilja breyta einhverju í sínu lífi.
10 skipti, tímalengd 60 mín. Annað hvort er hægt að nota skype eða hittast. Í þessum paka er einnig notuð tól og tæi úr markþjálfun til þess að greina hvar einstaklingurin er staddur og hvert hann vill komast. Hér bætist einnig við að sendur er vikulegur fróðleikur, hægt er að hafa samband utan tíma og hálfs dags námskeið fyrir teymi um markþjálfun.
|