TWI er sú hugmyndafræði sem hefur lítið verið notuð á Íslandi. LSH og orkuveitan eru þau að hugsa um hvernig hægt er að nýta sér þessa frábæru hugmyndafræði. Hugmyndafræðin snýr að hvernig á að kenna starfsmönnum þannig að allir geri hlutina eins. Það var byrjað að nota þessa hugmyndafræði í seinni heimstyrjöldinni þegar þurfti að kenna konum hratt að vinna í verksmiðjun. Það eru 4 kennslu prógrömm sem eru kennd: Job Instruction (JI): Það eru reyndir og þjálfaðir leiðbeinendur sem kenna óreyndum starfsmönnum hraðar. Leiðbeinendum hefur verið kennt að brjóta starfið niður í minni atriði eða skilgreind skref. Kennari sýnir verkleg og útskýrir helstu atriði og ástæður fyrir þessum helstu atriðum. Næst þá prófar nemandi og þjálfari fylgist með. Smám saman minnkar þjálfarinn tímann sem hann er með þeim sem er að gera verkið. Hér er oft notað "ef starfsmaðurinn hefur ekki lært, þá hefur kennarinn ekki kennt". Job Methods (JM): Hér er verið að kenna starfsmanni að skoða starfið sitt út frá hagkvæmni og koma með hugmyndir af umbótum. Hér er einnig verið að vinna með "Job Breakdown" en hér er verið að greina hvert skref og athuga þurfum við virkilega að gera það eða getum við hætt því, breytt því, einfaldað, sameinað o.s.frv. Job Relations (JR): Þetta var yfirmönnum eða verkstjórum kennt til þess að koma fram við starfsmenn á réttan máta. Hér er mantran "People must be treated as individuals". Program Development (PD): Þetta er þeim kennt sem sjá um þjálfun en kennslan fellst í því að hjálpa framlínu starfsmönnum að leysa vandamál með þjálfun. Það hefur síðan bæst við Job Safety (JS), Problem Solving (PS) og Discussion Leading (DL). Á ELEC 2016 kom ráðgjafi frá TWI institute USA og hann sýndi hvernig svona kennsla fer fram í Job Methods. Það sneri að því að læra að þvo sér hendurnar. Mjög skemmtilegt! Síðan hlakka ég mikið til að fara á námskeið í þessum fræðum í október.
12 Comments
|
AuthorViktoría og Lísa Archives
August 2024
Categories |