LEAN.is
  • Heim
  • Blogg
  • Efni
  • Myndbönd
  • Orðaskýringar
  • Um okkur

Go Krónan!

2/28/2018

0 Comments

 
Ég var á menntaþingi samtaka atvinnulífsins um daginn, þar voru framúrskarandi fyrirlestrar um menntun starfsmanna, barna o.s.frv.
Það var einn fyrirlestur sem mér fannst sérlega áhugaverður en hann var fluttur af Jóni Björnssyni sem er forstjóri Festi. Festi eiga m.a. Krónubúðirnar og Elko.
Hann fjallaði í sínum fyrirlestri um hvernig þau eru að vinna með sínum starfsmönnum til þess að efla þau og virkja. Ef þið ýtið á myndina, þá getið þið hlustað á fyrirlesturinn hans.
Picture
Nú svo ég tengi þetta við ánægju mína á Krónunni þá var það þannig um daginn að ég var að versla í ónefndri verslun. Það var föstudagur og jú fjölskyldunni langaði í föstudags pizzu. Ég byrjaði að leita af botni, svo skinku o.s.frv. Ég hugsaði með mér "af hverju er ekki svona pizza horn með öllu því sem ég þarf í pizzuna", ég hélt áfram að ráfa um verslunina þangað til ég fann jú eitt horn sem átti að vera pizza hornið. Það var hinsvegar ekki allt sem ég þurfti í pizzuna. Það tók mig því töluverðan tíma að labba um verslunina, leita af öllu fram og til baka.
Ég fór síðan í krónuna í gær eins og ég geri oft. Ég er mjög ánægð með nýju verslunina þeirra Flatahrauninu en hún er svo opin, góð lýsing og alltaf "tipp topp". Ég ráfaði þar um og hugsaði "hvað á ég að hafa í matinn" eins og svo margir aðrir. Þá kom ég að kjötinu og var þar ekki bás með þremur tillögum að kvöldmáltíðum og allt á sama stað!
Þegar ég fór svo fyrir hornið var líka hægt að kaupa allt í brönsinn á sama stað. Ég var þvílíkt ánægð með þetta og ég verð að segja að þetta er frábært hvernig þau eru að bregðast við t.d. eldum rétt. 

Dæmi um slæmt "allt á sama stað" og vel heppnað "allt á sama stað"

Picture

​Hér má sjá auglýsingu fyrir pizza deigi, pizza sósu o.s.frv. en það var hvergi í augsýn og ég fann það einhver staðar lengst frá, eftir mikla leit! Mér finnst nú lágmark ef þú ætlar að auglýsa svona að það sé á staðnum ;)

Picture
Picture
Hér má sjá frábæra uppstillingu á öllu sem þú þarft hvort sem það er í kvöldmatinn eða brönsinn!

Frábært vöruúrval!

Síðan að lokum þá verð ég að hrósa krónunni fyrir framúrskrandi vöruúrval, þeir eru alltaf að bæta við vegan vörum og eru með ýmislegt frá Happ. Síðan fyrir okkur kjötæturnar þá eru þeir komnir með vörur frá kjötkompaní. 
Ég vil líka taka það fram að ég hef engra hagsmuna að gæta frá krónunni, bara ánægður viðskiptavinur  og frekar mikið lean nörd - en myndirnar voru það fyrsta sem ég sýndi manninum mínum þegar ég kom heim!
​#notAd :)
0 Comments

Frábær tedx fyrirlestur

2/27/2018

0 Comments

 
Ég og Lísa skelltum okkur á frábæra AME ráðstefnu í nóvember. Dan Gilbert var einn af þeim sem hélt fyrirlestur um vísindin við hamingju. Alveg frábær fyrirlestur!
​
0 Comments

Sameining á áhugamálum

2/20/2018

0 Comments

 
Ég elska þegar ég get sameinað áhugamálin mín. Á ferð minni á hundasýningu um daginn þá var ég á mjög stórri hundasýningu. Oft þegar ég fer á svona stóra sýningu að þá er merkingum ábótavant. Það gladdi mig því mikið þegar ég sá risa skilti með öllum upplýsingum fyrir daginn :)
Picture
0 Comments

Meistaramánuður er hálfnaður!

2/16/2018

0 Comments

 
Nú er meistaramánuður hálfnaður og fróðlegt að vita hvernig öllum gengur með markmiðin sín. Ef ykkur vantar innblástur í að gera eitthvað núna næstu 2 vikurnar þá mæli ég með 5s. Í neðangreindu myndbandi útskýri ég hvað 5s er :)
0 Comments

Salerni - já ég hef mikinn á huga á þeim :)

2/13/2018

0 Comments

 
Picture
Á för minni til kaupmannahafnar um daginn þá þurfti ég að sjálfsögðu að nota salernið. Þegar ég var að að fara að þurrka á mér hendurnar þá sá ég að mæling á ánægju var staðsett þar. Það væri gaman að vita hvort að fleiri taka þátt þegar skráningartækið er á þessum stað :)

0 Comments

Er meira alltaf betra?

2/11/2018

0 Comments

 

Gleðilegan bolludag!

Picture
Picture
Picture
Hér á Íslandi fögnum við bolludegi. Það er hefð fyrir því að börn í leikskóla föndri vönd þar sem eigi að bolla mömmu og pabba. Eftir því sem að þú bollar meira því fleiri bollur færðu. Það virðist vera að það sé alltaf verið að kenna okkur að meira sé betra ;) Þannig það er verið að ala okkur upp ung í að stóra lotur eru betri :)  Ég valdi mér eina bollu en verð að viðurkenna að ég átti í miklum vandræðum að velja bara eina - bolludagurinn er jú bara einu sinni á ári :)
0 Comments

Taktu númer - hjá KAppAhl í Svíþjóð

2/6/2018

0 Comments

 
Á för minni til Svíþjóðar um daginn þá kíkti ég í búðina hjá KappAhl. Það er fatabúð eins og til dæmis h&m. Það sem hinsvegar er ólíkt þessari búð en öðrum svipuðum sem ég hef farið í að í stað þess að fara í hefðbundna röð þá tók maður númer. Þetta gerði það að verkum að ég þurfti ekki að bíða við kassann til þess að tryggja að ég yrði næst, þetta þýddi líka það að ég valdi ekki "vitlausa" röð eins og ég geri ALLTAF :) Nú þar sem ég þurfti heldur ekki að bíða við kassann þá gat ég farið og skoðað á meðan og guess what, auðvitað keypti ég smá meira :)
Picture
0 Comments

páskaegg

2/5/2018

0 Comments

 
Picture
Þrátt fyrir að mér finnist nú páskaeggin vera komin ansi snemma í hillurnar þá verð ég að segja að þetta páskaegg gladdi mitt lean og umhverfis hjarta. Vanalega í þessum litlu eggjum er alltaf málsháttur en maður skoðar hann kannski sjaldnast í þessum litlu eggjum. Þarna er búið að setja málsháttinn innan í pakkningarnar þannig það er verið að nota það efni sem er fyrir. Þetta finnst mér alveg meiriháttar og til fyrirmyndar!
Viðskiptavinurinn er ánægðari og fyrirtækið sparar sennilega hellings pening á að þurfa ekki að prenta málshætti :)
0 Comments

Enabling Continuous improvement begins with leadership behaviour and system design - námskeið!

2/2/2018

0 Comments

 
​S.Max Brown höfundur Leadership Vertigo mun halda námskeið sem ber heitið "Enabling Continuous Improvement Begins with Leadership behaviour and system design". Þar verður m.a. skoðað hvernig við látum vinnuumhverfið endurspegla það sem stjórnendur segja. Stjórnendur segja oft réttu hlutina en svo stenst ekki það sem sagt er þegar starfsmenn vinna vinnuna. Max mun kenna okkur að tengja þetta saman til að fá betri útkomu.
Objectives of course:
Understand how Leadership Vertigo impacts all of us — regardless of position.
Discover the ways we can rewire our brain for better performance and outcomes.
Learn the Enterprise Excellence Model and how systems enable behavior.
Leave inspired with coaching questions, ways to go to the Gemba, and concrete action steps for making things better back at work.

Ekki missa af þessu frábæra heilsdagsnámskeiði sem haldið verður 21.mars. Nánari upplýsingar og skráning á www.leanisland.is
Picture
Picture
0 Comments

    Author

    Viktoría og Lísa

    Archives

    November 2020
    October 2020
    September 2020
    July 2019
    May 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2016
    September 2016
    May 2016
    April 2016
    February 2016
    September 2015
    August 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    August 2014
    March 2014
    January 2014
    November 2013
    October 2013
    September 2013

    Categories

    All
    Office Lean
    One Piece Flow
    Personal Lean

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly
  • Heim
  • Blogg
  • Efni
  • Myndbönd
  • Orðaskýringar
  • Um okkur