Hmm hvar ætli sé mjög mikilvægt að hafa skuggaborð í fangelsum? Mögulega í eldhúsinu:)
Rakst á þetta flotta skuggaborð í Alcatraz þegar ég var að skoða þar fangelsið !
0 Comments
Rakst á þessa umræðu fyrir nokkru. Þetta rúm er auglýst til sölu og því líst með slappri dýnu og fari ódýrt. Ódýrt hvað þýðir það? Þegar ég er að kenna um A3, problem solving og í sjónrænni stjórnun - töflur þá legg á mikla áherslu á að þátttakendur noti ekki ruslorð sem þýða ekki neitt - eins og ódýrt! Hefði ekki verið betra að koma með lágmark eða hámark, eða helst hvað hún vill fá fyrir þetta rúm :)
Ég er vandræðalega spennt fyrir Lean Ísland ráðstefnunni sem haldin verður 6.apríl í Hörpu. Dagskráin er þétt og hægt að velja úr mörgu.
Ég er þó einnig mjög spennt fyrir námskeiðunum og gaman að sjá reynsluboltann Pascal Dennis vera með námskeið en hann er m.a. höfundur Andy&me bókanna. Ég mæli með þessu námskeiði fyrir alla sem vilja læra meira um lean með frábærum kennara. Ég hef farið á námskeið hjá honum fyrir nokkrum árum og fannst hann alveg meiriháttar. Ég er líka mjög spennt fyrir Billy Taylor stjórnenda námskeiðinu en hann er svo magnaður stjórnandi að það verður gaman að geta lært af honum. Eftir ráðstefnuna eru svo námskeið bæði á fimmtudeginum og föstudeginum. Á fimmtudeginum er James Dodkins, einn af hressari gaurum sem ég hef hitt að vera með Process Certification námskeið. James er ekki bara hress heldur hefur hann mikla reynslu af BPM, customer experience etc. Hann hefur líka unnið með t.d. nike og fleiri flottum fyrirtækjum. Á föstudeginum verður síðan Agnes Hólm með námskeið um kúltúr og strúktúr og síðan mælingar og menningu. Agnes er hokin af reynsly í lean og gæðamálum og hefur m.a. skrifað bókina Afburðarárangur. Þetta verður svo sannarlega lean, gæða, bpm veisla....ekki missa af þessu tækifæri !! |
AuthorViktoría og Lísa Archives
October 2024
Categories |