Á níunda áratugnum hóf Dr. James Pennebaker, prófessor við University of Texas, brautryðjendastarf í rannsóknum á áhrifum þess að skrifa um tilfinningar og erfiða reynslu. Hans rannsóknir hafa sýnt fram á að regluleg skrif um tilfinningar og hugsanir geta haft jákvæð áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu. Alison Jones sem hefur skrifað bókina “Write to think “ var með fyrirlestur á AME ráðstefnunni um þetta málefni. Af hverju virkar það að skrifa? Samkvæmt kenningum Pennebaker hjálpar það að skrifa okkur að: - Vinna úr erfiðri reynslu - Skilja tilfinningar okkar betur - Draga úr streitu - Bæta almenna heilsu Hvernig á að byrjaAlison mælir með því að skrifa án þess að ritskoða sig í 6 mínútur. Hægt er að nota þessa aðfreð: 1. Stilltu klukkuna á 6 mínútur 2. Skrifaðu samfellt án þess að stoppa 3. Einbeittu þér að því sem þú finnur og hugsar 4. Ekki hafa áhyggjur af málfræði eða stafsetningu 5. Vertu fullkomlega hreinskilin/n Það er líka gott ráð að ef þú ert andvaka að hafa bók við höndina og skrifa niður áhyggjur þínar. Að skrifa fyrir sjálfan sigÞegar við skrifum eingöngu fyrir okkur sjálf skapast öruggt rými fyrir: - Hreinskilni við sjálfan sig - Djúpa sjálfsskoðun - Tilfinningalega úrvinnslu - Frjálsa og óhefta tjáningu Spurningar til að byrja með Prófaðu að spyrja þig: - "Hvað er efst í huga mér núna?" - "Hvernig líður mér líkamlega?" - "Hvað er það sem ég þarf virkilega að skoða betur?" -“Afhverju skiptir þetta mig máli?” Umbreyting hugsannaEin af megin kenningum Pennebaker er að með skrifum getum við umbreytt því hvernig við hugsum um erfiða reynslu. Prófaðu að spyrja: - "Hvað get ég lært af þessari reynslu?" - "Hvernig hefur þetta mótað mig?" - "Hvaða styrk hef ég öðlast?" Með þessu þá breytiru viðhorfi þínu til reynslu sem mögulega var erfið. Regluleg iðkunPennebaker og Alison leggja áherslu á mikilvægi þess að skrifa reglulega. Sex mínútur á dag geta:
- Hjálpað okkur að vinna úr daglegum áskorunum - Aukið sjálfsþekkingu - Bætt tilfinningalega úrvinnslu - Stuðlað að betri andlegri heilsu Byrjaðu í dag Sex mínútur er nógu langur tími til að komast í flæði en nógu stuttur til að passa inn í annasaman dag. Alison bendir á að það skipti ekki máli hvort þú geymir það sem þú skrifar - það er ferlið sjálft sem skiptir máli. Því þarftu ekki að geyma skrifin heldur. Mundu: Þetta er þinn öruggi staður. Hér máttu vera nákvæmlega eins og þú ert, með allar þínar tilfinningar og hugsanir.* Dr. Pennebaker hefur með rannsóknum sínum sýnt fram á að það að setja tilfinningar og hugsanir í orð getur haft djúpstæð áhrif á líðan okkar. Með því að gefa okkur þessar 6 mínútur á dag til að skrifa opnum og hreinskilnum huga, getum við öðlast betri skilning á okkur sjálfum og unnið markvisst í því að bæta andlega heilsu okkar. Ég hvet ykkur til þess að prófa þetta!
0 Comments
Af óviðráðanlegum ástæðum þá urðum við að fresta námskeiðinu um Skilvirka leiðtogan fram í janúar. Við vonumst til að sjá sem flesta nýta tækifærið að byrja nýja árið af krafti með því að mæta á þetta hagnýta námskeið!
Ég fékk tækifæri til þess að fara í smá viðtal hjá Smartlandi um tildrög námskeiðisins "Skilvirka leiðtogans" sem ég er að fara að kenna með Maríanna Magnúsdóttir 🤓
Þið getið tékka á því hér :) Viktoría og Maríanna verðameð fyrirlestur hjá Dokkunni í tengslum við námskeiðið okkar - Skilvirka leiðtogan, umbótahugsun í lífi og starfi.
Fyrirlesturinn er 31.október kl. 9:00-9:45 og er online! Mig langar líka að tengja þetta við bleikan október þar sem ég hef fengið brjóstakrabbamein en í þeirri vegferð notaði ég umbóta tólin og hugsunina mikið. Hlakka til að sjá ykkur! Nánari upplýsingar hér: https://dokkan.is/fundur/skilvirki-leidtoginn/ Ég nota mikið "Ísbrjóta" þegar ég er að halda vinnustofur eða vinna með teymum. Ég tel það bæði árangursríkt þegar teymi þekkjast vel og þegar teymi eru ný. Þegar teymi eru ný þá er auðveldlega hægt að nýta gömlu góðu ísbrjótana eins og 2 sannar fullyrðingar og 1 lygi. Starfsmenn þurfa að vera búnir að undirbúa sig og segja þessar 3 fullyrðingar og hópurinn á að giska hver lygin er. Hægt er að krydda þetta enn meira með því að nota til dæmis kahoot. Ég nota líka oft spurninguna - hvaða frægu manneskju hefuru hitt eða séð. Þá skapast oft mjög skemmtilegar umræður um "hvað er raunverulega fræg manneskja" og svo um atburðinn. Einnig er hægt að biðja einstaklinga um að segja frá hobbý sem þau eru í. Fyrir teymi sem þekkjast meira eða hafa verið á mörgum viðburðum saman þá eru nokkrir ísbrjótar sem eru ekki jafn algengir. Hægt er að búa til spotify playlista þar sem hver og einn setur inn 1-3 lög sem hann telur að lýsi sinni persónu eða leiðtogastíl, ég mæli með að hver velji amk 2 lög til að hafa þetta spennandi. Síðan er valið lag af handahófi og hópurinn giskar á hver hann telur að eigi lagið og afhverju. Þegar allir hafa giskað þá segir sá sem átti lagið afhverju hann valdi það. Þetta er mjög skemmtilegt og getur skapað góða stemmingu inn í daginn. Það er líka hægt að hafa þetta sem uppbrot nokkrum sinnum yfir daginn því það þarf ekki að klára öll lögin í einu. Lagið sem ég til dæmis valdi var "Can't stop the feeling" þar sem ég vil hafa ástríðu og orku í öllu sem ég geri ásamt því að hafa teymi með mér að dansa saman í átt að markmiðinu okkar. Að lokum langar mig að segja frá nýjum leik sem ég bjó til en ég bað ChatGPT um að búa til avatara eftir ákveðinni lýsingu til þess að lýsa hverjum og einum teymismeðlimi. Síðan sýndi ég einn avatar í einu og allir áttu að giska hver var þessi avatar. Þetta uppskar mikinn hlátur og spurningar. Ef þú starfar í vinnuumhverfi þar sem er mikill hraði og verkefnin hrannast upp þá er gott að nýta sér hugmyndafræðina um D-in fjögur til þess að ná betri tökum á tíma og verkefnum. D-in fjögur eru: Dump, Delegate, Do og Designate. Hugmyndafræðin er sú að þegar þú færð nýtt verkefni eða aðgerð sem þú þarft að gera þá þarftu að ákveða hvaða D þú ætlar að nota til þess að að tækla það.
Í síðustu viku þá fékk ég þann heiður að lóðsa vinnustofu með gæðadeild Össurar en þau voru að huga að stefnunni fyrir 2025. Þarna var kominn fjölbreyttur hópur frá mismunandi stöðum og staðsetningum í fyrirtækinu og því þótti mér mikilvægt að það yrði mikil hópavinna. Formattið á vinnustofunni var því svona: 1.Kynningar fyrir vinnufundinn Við vorum með flestar kynningar áður en hópurinn kom saman og voru þær kynningar teknar upp svo að þáttakendur gætu horft aftur eða ef þeir misstu af. Eftir kynningarnar gáfum við þeim heimaverkefni. Heimaverkefnið var að fara ein í hugarflug um SWOT (strength - weakness - opportunities - threat) 2. Innblástur frá stjórnenda Þegar vinnustofan hófst var framkvæmdastjóri rekstrarsviðs með stutta tölu um stefnu Össurar en svo fór hann í hugarflug um hvað þýðir gæði fyrir honum. 3.Byggja upp traust Næst fórum við í stuttan icebreaker með mannauðsdeildinni þar sem við sögðum örstutt frá okkur en líka frá einu sniðugu sem hinir vissu ekki um. Ég mæli með að hafa svona icebreaker til þess að ná trausti og góðri stemmingu í byrjun vinnustofu. Það er sértaklega sniðugt þegar starfsmenn vinna langt frá hvoru öðru eða ekki að sömu verkefnum. 4. SWOT / SVÓT hópavinna
Síðan fórum við að vinna að SWOT greiningunni og þar sem þetta var 16 þáttakendur þá fannst mér mikilvægt að allir gætu sagt hvað þeir voru með í sínu heimaverkefni. Við byrjuðum því á að fara yfir hvern hluta fyrir sig í SWOT. Hópavinnan Í byrjun voru 2 saman þar sem þeir sögðu frá hvað þeir höfðu gert í heimavinnunni. Í næstu umferð höfðum við 4 saman þar sem 2 hópar sýndu sameinaða niðurstöður frá heimavinnu. Loks voru tveir 4 mannahópar sameinaðir í 8 þar sem aftur þau kynntu niðurstöður fyrri hóps ásamt því að sameinast um hvað væri mikilvægt fyrir þeim. Í lokin voru svo tveir átta manna hópar sem kynnu fyrir öllum hópnum. Það sem er skemmtilegt við þetta er að allir hafa rödd en það er líka gaman að sjá hvað margir eru með áherslu á sömu hlutina. 5. Verkefnalisti Loks þegar við vorum búin að fara yfir Strength-Weaknesses-Opportunities - Threat þá báðum við alla í einrúmi að skrifa niður út frá því hvaða verkefni væru mikilvægust sem tengdust stefnunni og Must Win verkefnum
6. Mikilvægustu verkefnin Þegar báðir hópar voru búnir að kynna sín topp verkefni þá sameinuðum við listana og fórum í atkvæðagreiðslu varðandi hvaða verkefni voru mikilvægust. Hver þáttakandi fékk 3 punkta og mátti setja á hvaða verkefni sem er. 7. Vinnuhópar á topp þremur verkefnum Eftir atkvæðagreiðsluna vorum við komin með topp 3 verkefnin og þá mynduðum við minni vinnuhópa sem gátu þá farið á dýptina í því verkefni. Markmið var að hugsa hvaða auðlindir þurfum við fyrir verkefnið, budget, IT etc. 8. Kynning og ábyrgðaraðilar Loks var kynning á verkefnunum og ákveðið hver ætlaði að vera ábyrgðaraðili að taka málin áfram. Þetta er mjög mikilvægt því það er því miður algengt að allir gleymi verkefnum þegar vinnustofa klárast! Allt í allt var þetta frábær vinnustofa með skemmtilegu fólki! já og annað pro tip - ekki gleyma að hafa nægar veitingar og orkudrykki! Það er ótrúlega spennandi að segja frá nýju námskeiði sem er að fara af stað í haust. Í samstarfi við Maríönnu Magnúsdóttur mun Viktoría Jensdóttir vera með nýtt námskeið sem kallast skilvirki leiðtoginn, umbótahugsun í lífi og starfi. Á þessu námskeiði munu Viktoría og Maríanna fara yfir hvernig er hægt að nýta umbóta tól í persónulega lífinu. Þær hafa báðar verið að nýta sér umbóta hugmyndafræðinga í yfir 15 ár og vilja nú hjálpa einstaklingum að nýta sér hana. Það eru takmörkuð sæti í boði þannig drífðu þig í að skrá þig! Nánari upplýsingar og skráning! Hér er frábært dæmi um góða sjónræna stjórnun. Snyrtivörufyrirtækið The Inkey List nýtir sínar umbúðir mjög vel til þess að fræða viðskiptavininn um hvenær á að nota vöruna (AM/PM) en líka í hvaða skrefi ásamt því er fræðsla innan í.
Ótrúlega stílhreint og þægilegt fyrir viðskiptavininn! Ég fékk dásamlega grein úr Bændablaðinu senda sem bar heitið “Lean í sauðburðinum”. Ég finn ekki greinina á netinu en fann samantektina sem var gerð af Gunnfríði Elínu Hreiðarsdóttir og Sigríði Ólafsdóttur. Ótrúlega gaman að sjá hugmyndafræðina nýtta í þessu umhverfi og sýnir að það er hægt að nýta lean allstaðar, Samantektina má nálgast hér :-)
#lean |
AuthorViktoría og Lísa Archives
November 2024
Categories |