LEAN.is
  • Heim
  • Blogg
  • Efni
  • Myndbönd
  • Orðaskýringar
  • Um okkur

Nýja persónuverndarlöggjöfin

6/27/2018

0 Comments

 
Picture
Ég rakst á 2 greinar um hvernig er hægt að líta á innleiðingu á nýju persónuverndarlöggjöfinni á lean hreinsun á gögnum og hinsvegar hvernig innleiðingin getur verið meira lean. Mér finnst þetta áhugavert því þetta er í raun það sem gert er í 5s:)

Hér er greinin um lean innleiðingu og hér er greinin um hvernig er hægt að líta á innleiðinguna.

0 Comments

Áfram Ísland

6/21/2018

0 Comments

 
Picture
Allir íslendingar fylgjast nú af kappi með HM. Næsti leikur er á morgun gegn nígeríu og ljóst að strákarnir okkar þurfa að halda áfram að vinna vel saman.
Mér hefur fundist einstaklega gaman að lesa viðtöl við bæði Heimi og svo strákana í liðinu. En þar tala þeir allir sem einn um liðsheild, vinnusemi, skipulag og undirbúning sem ástæðu fyrir því afhverju okkur íslendingum gengur svo vel. Þetta er einmitt nákvæmlega það sem fyrirtæki þurfa að gera - vita hvernig samkeppnin er og spila svo úr því besta sem sitt fyrirtæki gerir. Ekki herma bara eftir öðrum heldur finna sína bestu leið. Heimir Hallgrímsson er svo dæmi um þjónandi leiðtoga sem er virkilega "humble" en ég hef hlustað á hann tala um hvernig það er að vera stjórnandi og mæli ég með því ef þið hafið tækifæri til þess að hlusta á hann að gera það.
Svo er það bara ÁFRAM ÍSLAND :)
Picture
0 Comments

Gleðilegan þjóðhátíðardag

6/17/2018

0 Comments

 
Picture
0 Comments

Nýtt myndband um A3

6/13/2018

0 Comments

 
Hér er komið myndband 2/5 um A3 og að þessu sinni fjalla ég um vandamála A3.
Munið bara að það er mikilvægast að byrja - ekki hvaða sniðmát er notað :)
0 Comments

Business improv

6/4/2018

1 Comment

 
Ég skellti mér til Toronto í síðustu viku til þess að læra um hvernig er hægt að nota spuna í viðskiptaumhverfi. Second cities hélt námskeiðið sem hét "RewireU" og voru við 14 sem voru saman á námskeiðinu sem taldi tvo og hálfan dag. Ég lærði heilmikið á þessu námskeiði, bæði hvernig er hægt að nota hinar og þessar æfingar í vinnustofum en líka í breytingastjórnun o.s.frv. Við fengum líka að sjá spuna sýningu sem ég var að sjá í fyrsta skipti og fannst algjört snilld. 
Hér er hægt að lesa meira um námskeiðið. 
Einnig fannst mér þessi grein áhugaverð en hún er um afhverju við ættum að nota spuna meira. 
Ég hugsa að næst á dagskrá hjá mér sé að skrá mig í hefðbundnaspuna kennslu en það er námskeið sem er kallað "Haraldur". Hlakka til að skrá mig :)
1 Comment

    Author

    Viktoría og Lísa

    Archives

    November 2020
    October 2020
    September 2020
    July 2019
    May 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2016
    September 2016
    May 2016
    April 2016
    February 2016
    September 2015
    August 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    August 2014
    March 2014
    January 2014
    November 2013
    October 2013
    September 2013

    Categories

    All
    Office Lean
    One Piece Flow
    Personal Lean

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly
  • Heim
  • Blogg
  • Efni
  • Myndbönd
  • Orðaskýringar
  • Um okkur