Allir íslendingar fylgjast nú af kappi með HM. Næsti leikur er á morgun gegn nígeríu og ljóst að strákarnir okkar þurfa að halda áfram að vinna vel saman.
Mér hefur fundist einstaklega gaman að lesa viðtöl við bæði Heimi og svo strákana í liðinu. En þar tala þeir allir sem einn um liðsheild, vinnusemi, skipulag og undirbúning sem ástæðu fyrir því afhverju okkur íslendingum gengur svo vel. Þetta er einmitt nákvæmlega það sem fyrirtæki þurfa að gera - vita hvernig samkeppnin er og spila svo úr því besta sem sitt fyrirtæki gerir. Ekki herma bara eftir öðrum heldur finna sína bestu leið. Heimir Hallgrímsson er svo dæmi um þjónandi leiðtoga sem er virkilega "humble" en ég hef hlustað á hann tala um hvernig það er að vera stjórnandi og mæli ég með því ef þið hafið tækifæri til þess að hlusta á hann að gera það. Svo er það bara ÁFRAM ÍSLAND :)
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorViktoría og Lísa Archives
October 2024
Categories |