Ég var á keflavíkurflugvelli um daginn og þurfti að nota salernið. Þar beið mín mikil röð og hélt ég að mjög fá salerni væru laus. Það var nú ekki reyndin en mjög erfitt var að sjá hvort að salernið væri laust eða ekki. Hér að neðan má sjá myndina af hurðinni og hægra megin er eins og þetta gæti verið betra. Myndbandið er svo að neðan :)
0 Comments
Við höfum staðið í miklum framkvæmdum heima við að skipta um gólefni, eldhús o.s.frv. þegar við vorum að fá teikningar og hanna þá hermdum við svæðið. Við notuðum pappa kassa til þess að setja þetta upp og svo settum við upp nokkur scenario um notkun. Þetta varð til að eldhúsið
Ég fékk hugmyndina að taka hönnunarferlið lengra hjá okkur þegar við vorum að herma rými á nýjum landspítala en þar starfa ég. Við vorum búin að fara í gegnum 3P vinnustofur þar sem ferli, gögn og 7 tegundir flæðis voru skoðuð, síðan var búið að vinna með hönnuðum. Síðasta skrefið í að staðfesta stærð var síðan að herma rýmið með hjálp frá pappakössum í ikea :) Þetta var alveg frábært ferli og margt sem skýrðist og breyttist með því að gera þetta með notendum. Ég var síðan svo heppin að fá að fara á námskeið um hönnun á bráðamóttökum og þar vorum við látin hanna bráðamóttöku á pappír en þar var búið að setja rými í rétt hlutföll en svo gátum við sett inn, breytt og bætt eins og að leika í lego. Meiriháttar skemmtilegt og hægt að koma í veg fyrir sóun áður en byggingin er byggð eða búið er að panta rándýrar innréttingar :) Hjá Landspítalanum erum við að leggja mikla áherslu á að setja upp umbótatöflur á einingar. Þetta er stór hluti af lean vegferðinni en virðing fyrir fólki er undirstaðan í lean og partur af því er að hlusta á hugmyndir hjá starfsmönnum og koma þeim í farveg.
Nokkur atriði sem margir starfsmenn kvarta yfir (almennt) eru:
Umbótatöflurnar eiga að koma í veg fyrir ofangreint með því að hafa öll umbótaverkefni sýnileg og stöðuna á þeim. Þannig er komin skýr leið fyrir starfsmann að koma með hugmyndir og staðan öllum ljós á hverjum tímapunkti. Ofangreind mynd er af umbótatöflu á spítalanum hjá 12E, er hún hér birt með góðfúslegu leyfi frá Kristínu Lilju Svansdóttur deildarstjóra. Taflan er sett upp þannig að starfsmenn geta komið með hugmyndir á milli funda með því að skrifa á post it miða. Þeir setja miðana undir "hugmyndir". Á fundinum er hugmyndin rædd, hún er samþykkt eða hafnað. Ef tillagan er samþykkt er gerður verkefnamiði (ef við á) og sett í fyrirhuguð verkefni. Á fundinum þarf svo að forgangsraða verkefnum inn en aðeins ef laust pláss er í "í vinnslu" boxinu. Ég fylgi vanalega þessari röð þegar ég er með umbótafundi:
|
AuthorViktoría og Lísa Archives
December 2024
Categories |