Þar sem ég var fundarstjóri í sal A þá hlustaði ég á efnin þar. Næst til leiks var Ken Andrews en hann starfaði áður hjá RBS en er nú ráðgjafi hjá fyrirtæki sem heitir DSA enablement. Það var frábært að fá reynslusöguna frá honum en RBS fór í gegnum mjög stóra innleiðingu með ákveðnu ráðgjafafyrirtæki. Þau náðu ákveðnum árangri en hann sagði að þau hefðu þó ekki náð þeim árangri sem þau vildu en það var að gera umbæturnar sjálfbærar. Í stað þess að kenna starfsmönnum að veiða þá gáfu þeir þeim fiskinn. Hann talaði um að allir væru að leita af því að komast í "the holy grail" af stöðugum umbótum. Eftir að hafa rannsakað fjölmörg world class fyrirtæki þá komst hann af því að þau hafa 4 critical success factors sem önnur hafa ekki en það er 1. Does the business have a clear target state VISION and current state articulated through well defined and balanced KPI's and aligned to the strategy? 2. Does the business have a set of delivery and improvement processes and SYSTEMS that will help manage achieving that state? 3. Do the leaders havd the CAPABILITY to be able to create and drive KPI improvements through the systems and processes and can they coach their teams on that, top to bottom? 4. Can the Leaders in the business MOTIVATE and create passion throughout the organisation to achieve the vision? Mjög skemmtilegt topic!
Eftir hádegi þá steig Patricia Wardwell á stokk. Hún byrjaði vel og var að tala um mikilvægi þess að stjórnendur færu í "Gemba walk" þ.e. að skoða vinnuna þar sem hún á sér stað og tala við þá sem vinna þar. Hún setti síðan á myndband sem sýndi hvernig hegðun væri æskileg og óæskileg. Þetta hefði verið fínn fyrirlestur en því miður fannst mér myndbandið aðeins of langt:) Næst kom Jasper Boers frá Belgroup (þeir sem framleiða mini babybel ostana :)). Þetta er gríðarlega stórt fyrirtæki og hafa þeir farið í gegnum nokkrar innleiðingar hjá fyrirtækjum innan grúbbunar. Það sem var áhugavert var að hann sagði að þó þeir væru með sama innleiðingar módel þá var hver einasta innleiðing mismunandi því hvert fyrirtæki og starfsmenn þurftu að fara í gegnum "the learning curve". Hann sagði einnig að þar sem þeir eru að vinna við það að búa til vörur úr mjólkurvörum þá virkar "one piece flow" ekki fyrir þá og því einbeita þeir sér að fyrirbyggjandi viðhaldi eða TPM. Dan Markowitz lokaði síðan ráðstefnunni þar sem hann var með erindi þar sem hann bar saman hraust fyrirtæki við hrausta einstaklinga. Hann tók m.a. Annie Mist og Gunnar Nelson og tók þau sem dæmi. Hann sagði til þess að vera hraust fyrirtæki þá er hægt að nota eftirfarandi "guidelines" 1. Commitment to Fitness 2. Building fitness 3. Focus on your end goal 4. Training the right way 5. Real time feedback 6. Coaching Hann ræddi líka um að lean snúist um "common sense" og við ættum ekki að missa okkur í japönsku jargoni sem enginn skilur (hehe ég tók þetta til mín). Hann talaði einnig um Chainsaw Al en hann var frægur stjórnandi fyrir einhverju síðan og hreykti sér af því að ná frábærum hagnaði úr fyrirtækjum. Í eitt skipti rak hann 50.000 manns, hagnaðist gríðarlega en fyrirtækið varð gjaldþrota 18 mánuðum seinna. Síðan endaði hann á þessari gullnu setningu "Being skinny doesn't make you strong"!! Fræðslustöðvarnar voru síðan eftir Dan en því miður gat ég ekki tekið þátt en mér heyrðist flestir vera ánægðir með það. En allt í allt var ég ánægð með ráðstefnuna en er farin að hugsa hvaða fyrirlestrar ættu að vera fyrir Lean Ísland 2016. Þau "topic" sem ég hef mest áhuga á núna er Lean coaching, Lean IT, Lean healthcare, TPM o.s.frv.
19 Comments
Lean 101 for Product development, Innovation and Service Norbert Majerus frá Goodyear tire hélt þetta námskeið og var það mjög áhugavert. Hann hefur unnið í R&D mjög lengi og nýtt sér lean þar. Helstu punktar sem ég tók frá honum voru m.a.
Lean tools to lean systemKen Andrews sem vann áður hjá RBS hélt þetta námskeið um hvernig öll lean tólin virka saman og búa til eitt kerfi. Þetta námskeið var fyrir lengra koma og var mjög gaman að vera í þessum pælingum. Við teiknuðum fyrst upp hvernig tólin tengjast í kerfi og svo prófuðum við að jafna út þær auðlindir sem við höfum í skrifstofu umhverfi m.v. hvaða eftirspurn við höfum.
Í síðustu viku var ráðstefnan Lean Ísland en ég og Lísa skipulögðum hana frá A-Ö. Það var mjög ánægjulegt að það var uppselt á ráðstefnuna sjálfa ásamt einu námskeiði. Mér finnst mjög mikilvægt þegar ég fer á ráðstefnur að ég taki alltaf með mér eitthvað til baka í fyrirtækið sem ég starfa hjá. Því ákvað ég að skrifa nokkur orð um þau learning points sem ég fékk úr síðustu viku. "A factory of one" með Dan MarkovitzA factory of one námskeiðið var byggt á samnefndri bók sem Dan skrifaði. Ég hef lesið þessa bók og því var ég búin að sjá sumt af því sem hann hafði fram að færa. Það sem ég lærði af þessu námskeiði var m.a. 1. Gagnlegt er að vinna í sjálfum sér og með orðum í að skoða innri viðskiptavini og þau "core commitments" sem við þurfum að skila til þeirra. Þá er líka auðvelt að bera saman við hvað þau segja að séu "core commitments" til okkar. 2. Þegar við erum að reyna að bæta nýtni hjá okkur og vitum ekki hvar við eigum að byrja er gott að byrja á einhverju sem tekur mikinn tíma hjá okkur. Síðan spyr maður sig "Hvernig get ég gert þetta með því að halda virðinu en samt stytta aðgerðina". 3. Annað áhugavert er að skoða að ég sem starfsmaður framleiði upplýsingar en hvað er "First pass Yield" hjá mér, hversu mikið af "gölluðum upplýsingum er ég að senda frá mér þannig starfsmaður þarf að tala aftur við mig því hann skilur mig ekki. 4. Í outlook ekki hafa milljón möppur - nægilegt að hafa inbox/procdessed. Ég held einmitt að ég geti sparað mér mikinn tíma bara á því að læra betur á outlook. 5. Stöðluð vinna er besta leiðin til þess að vinna tiltekna vinnu og er skilgreind af þeim starfsmanni sem vinnur starfið. Stöðluð vinna getur þar af leiðandi verið tékklisti. Annað form af staðlaðri vinnu getur verið "communication protocol" eða hvernig ætlum við að hafa samskipti. 6. Tími er mikilvægasta auðlind skrifstofustarfsmanns og því þarf að nýta hann vel. Hægt er að nota 4d-in þegar nýtt verkefni kemur inn eða tölvupóstur (Do, Designate, Deligate eða Discard). Byrja á leiðinlegasta fyrst og skipuleggja hvenær þú ætlar að vinna ákveðin verk. 7. Þú ert dagatalið þitt og það lýgur ekki! Ef það er eitthvað mikilvægt verkefni sem þú þarft að klára en dagatalið þitt sýnir það ekki þá ertu ekki að forgangsraða rétt. Þá ertu i því sem er urgent en ekki important. 8. Fundir - flestir fundir eru með "topic" um hvað fundurinn á að fjalla en ekki markmið. Ef þið lítið yfir þá fundi sem þið farið á hversu margir eru til þess að taka ákvarðanir eða bara til þess að upplýsa. Er ekki líka of mikil framleiðsla að vera með 2 starfsmenn sem "reporta" til sama yfirmanns á sama upplýsingafundi? 9. Hættu að trufla sjálfan þig !!! Hafðu til dæmis bók hjá þér sem þú getur skrifað niður ef þér dettur eitthvað í hug sem þú þarft að gera. Ég ætla einmitt að nýta mér þetta! 10. Starfsmenn eru truflaðir að meðaltali á 11 mínútna fresti og það tekur 25 mínútur að komast aftur inn í það sem þú varst að gera og 40% af starfsmönnum fer ekki aftur í það sem þau voru að gera. 11. The art of choosing - sýndi dæmi um að með auknu vali á sultum í smökkun þá lækkaði salan - betra að hafa færri því annars fær fólk valkvíða. Í heildina fannst mér þetta fínt námskeið, eyddi kannski örlítið of miklum tíma í pappírs dæmi - sérstaklega þar sem allir eru að reyna að minnka pappírsnotkun. Þetta var hagnýtt og ég tók fullt af punktum með mér til þess að laga persónulega nýtni mína. A3 thinking - Dan Markovitz Þar sem ég kenni svipað námskeið sjálf þá fannst mér mjög skemmtilegt að sjá annan vinkil á því. Hann minntist á að hann notaði bókina "Getting the rights thing done" eftir Pascal Dennis þegar hann bjó til þetta námskeið. Ég hef einmitt verið hrifin af bókinni "Understanding A3 thinking, a critical component to Toyotast PDCA Management System" .
Það sem mér fannst vera frábært við þetta námskeið er að við gátum að mestu leiti unnið að okkar eigin þristum en á móti kom að fyrir byrjendur þá fannst þeim þau vera svoldið týnd. Dan hann gerði þó sitt besta og var duglegur að labba á milli og taka persónulega þjálfun á hvern og einn. Þetta styrkti mig í þeirri skoðun að námskeiðið mitt um A3 væri vel uppbyggt og ég tel að fyrir byrjendur þá sé mögulega betra að vera með tilbúið dæmi svo þau geti fengið hugmynd um hvernig er hægt að leysa það. En annars var þetta frábær dagur með Dan Markovitz!! kv. Viktoría |
AuthorViktoría og Lísa Archives
November 2024
Categories |