Í síðustu viku var ráðstefnan Lean Ísland en ég og Lísa skipulögðum hana frá A-Ö. Það var mjög ánægjulegt að það var uppselt á ráðstefnuna sjálfa ásamt einu námskeiði. Mér finnst mjög mikilvægt þegar ég fer á ráðstefnur að ég taki alltaf með mér eitthvað til baka í fyrirtækið sem ég starfa hjá. Því ákvað ég að skrifa nokkur orð um þau learning points sem ég fékk úr síðustu viku. "A factory of one" með Dan MarkovitzA factory of one námskeiðið var byggt á samnefndri bók sem Dan skrifaði. Ég hef lesið þessa bók og því var ég búin að sjá sumt af því sem hann hafði fram að færa. Það sem ég lærði af þessu námskeiði var m.a. 1. Gagnlegt er að vinna í sjálfum sér og með orðum í að skoða innri viðskiptavini og þau "core commitments" sem við þurfum að skila til þeirra. Þá er líka auðvelt að bera saman við hvað þau segja að séu "core commitments" til okkar. 2. Þegar við erum að reyna að bæta nýtni hjá okkur og vitum ekki hvar við eigum að byrja er gott að byrja á einhverju sem tekur mikinn tíma hjá okkur. Síðan spyr maður sig "Hvernig get ég gert þetta með því að halda virðinu en samt stytta aðgerðina". 3. Annað áhugavert er að skoða að ég sem starfsmaður framleiði upplýsingar en hvað er "First pass Yield" hjá mér, hversu mikið af "gölluðum upplýsingum er ég að senda frá mér þannig starfsmaður þarf að tala aftur við mig því hann skilur mig ekki. 4. Í outlook ekki hafa milljón möppur - nægilegt að hafa inbox/procdessed. Ég held einmitt að ég geti sparað mér mikinn tíma bara á því að læra betur á outlook. 5. Stöðluð vinna er besta leiðin til þess að vinna tiltekna vinnu og er skilgreind af þeim starfsmanni sem vinnur starfið. Stöðluð vinna getur þar af leiðandi verið tékklisti. Annað form af staðlaðri vinnu getur verið "communication protocol" eða hvernig ætlum við að hafa samskipti. 6. Tími er mikilvægasta auðlind skrifstofustarfsmanns og því þarf að nýta hann vel. Hægt er að nota 4d-in þegar nýtt verkefni kemur inn eða tölvupóstur (Do, Designate, Deligate eða Discard). Byrja á leiðinlegasta fyrst og skipuleggja hvenær þú ætlar að vinna ákveðin verk. 7. Þú ert dagatalið þitt og það lýgur ekki! Ef það er eitthvað mikilvægt verkefni sem þú þarft að klára en dagatalið þitt sýnir það ekki þá ertu ekki að forgangsraða rétt. Þá ertu i því sem er urgent en ekki important. 8. Fundir - flestir fundir eru með "topic" um hvað fundurinn á að fjalla en ekki markmið. Ef þið lítið yfir þá fundi sem þið farið á hversu margir eru til þess að taka ákvarðanir eða bara til þess að upplýsa. Er ekki líka of mikil framleiðsla að vera með 2 starfsmenn sem "reporta" til sama yfirmanns á sama upplýsingafundi? 9. Hættu að trufla sjálfan þig !!! Hafðu til dæmis bók hjá þér sem þú getur skrifað niður ef þér dettur eitthvað í hug sem þú þarft að gera. Ég ætla einmitt að nýta mér þetta! 10. Starfsmenn eru truflaðir að meðaltali á 11 mínútna fresti og það tekur 25 mínútur að komast aftur inn í það sem þú varst að gera og 40% af starfsmönnum fer ekki aftur í það sem þau voru að gera. 11. The art of choosing - sýndi dæmi um að með auknu vali á sultum í smökkun þá lækkaði salan - betra að hafa færri því annars fær fólk valkvíða. Í heildina fannst mér þetta fínt námskeið, eyddi kannski örlítið of miklum tíma í pappírs dæmi - sérstaklega þar sem allir eru að reyna að minnka pappírsnotkun. Þetta var hagnýtt og ég tók fullt af punktum með mér til þess að laga persónulega nýtni mína. A3 thinking - Dan Markovitz Þar sem ég kenni svipað námskeið sjálf þá fannst mér mjög skemmtilegt að sjá annan vinkil á því. Hann minntist á að hann notaði bókina "Getting the rights thing done" eftir Pascal Dennis þegar hann bjó til þetta námskeið. Ég hef einmitt verið hrifin af bókinni "Understanding A3 thinking, a critical component to Toyotast PDCA Management System" .
Það sem mér fannst vera frábært við þetta námskeið er að við gátum að mestu leiti unnið að okkar eigin þristum en á móti kom að fyrir byrjendur þá fannst þeim þau vera svoldið týnd. Dan hann gerði þó sitt besta og var duglegur að labba á milli og taka persónulega þjálfun á hvern og einn. Þetta styrkti mig í þeirri skoðun að námskeiðið mitt um A3 væri vel uppbyggt og ég tel að fyrir byrjendur þá sé mögulega betra að vera með tilbúið dæmi svo þau geti fengið hugmynd um hvernig er hægt að leysa það. En annars var þetta frábær dagur með Dan Markovitz!! kv. Viktoría
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorViktoría og Lísa Archives
October 2024
Categories |