LEAN.is
  • Heim
  • Blogg
  • Efni
  • Myndbönd
  • Orðaskýringar
  • Um okkur

Ert þú að vinna í réttum umbótaverkefnum?

11/19/2013

0 Comments

 
Picture
Kepner Tregoe ráðgjafastofan fór í smá rannsóknarvinnu hjá viðskipta vinum sínum til þess að skoða hversu mikil áhrif umbótaverkefni hefðu á heildar myndina. Niðurstöðurnar voru sláandi. Í stað hins venjulega pareto lögmáls að 80% af afleiðingum komi frá 20% orsökum þá eru þeir búnir að finna út að oft er 50/5 reglan algengari. Þeir sýndu þrjú dæmi þar sem þetta var mjög greinilegt. Eitt var um stál verksmiðju sem velti 600 milljónum USD, þegar gögnin voru greind kom eftirfarandi í ljós:
50% af viðskiptavinum voru 2,1% af sölu fyrirtækisins
50% af vörunun voru 1,1% af sölunni
50% af vörunum voru 1,2% af vinnu starfsmanna
Þetta þýðir að á hverjum degi eru starfsmenn að vinn a í umbótaverkefnum sem í raun skiptir fyrirtæki mjög litlu eða engu máli þegar litið er á heildar myndina. Oft eru fyritæki einnig hrædd við að hætta við vörur og þjónustu sem skila litlum arði af ótta við að missa viðskiptavini en í raun er það svo lítill hluti af heildar myndinni að það ætti ekki að skipta máli.
En hvað er til ráða? Ég veit amk hvað ég ætla gera og það er að skoða vöruflokka og athuga hvort þetta eigi við, reyna sína að virðisgreina vöru ferlana sem skipta mestu máli og f


0 Comments

Straumlínustjórnun í Evrópu - grein í morgunblaðinu 14.nóv 2013

11/13/2013

0 Comments

 
Picture
Þann 28.október héldum við á ráðstefnuna European Manufacturing Strategy Summit, sem
  haldin er árlega með mismunandi áherslum. Áherslan að þessu sinni  var stefnumótun í fyrirtækjum og komu fyrirlesarar víða að m.a.  frá Airbus, BMW, Siemens o.fl. Flestir virtust komast að sömu niðurstöðunni sem er að fyrirtæki ná ekki árangri nema að fá starfsmenn með sér í lið og að allir stefni í sömu átt. Fyrirtækin nýttu sér flest aðferðarfræði straumlínustjórnunar og mörg voru búin að aðlaga straumlínustjórnun að sinni stefnu og   menningu. Það virðist sem sú leið sé vænlegust til árangurs í stað þess að innleiða eitt og eitt tól. Einnig var skýrt hversu mikilvægt er að rótargreina öll vandamál til þess að öðlast stöðugleika sem gefur yfirmönnum tíma til að vinna að umbótum og fara í „gemba“.  Þar sem tími er af skornum skammti þá skiptir máli að leysa réttu vandamálin og fara í réttu umbótarverkefnin, skoða þær vörur sem fyrirtækið býður upp á og reyna að einbeita sér að þeim sem skipta fyrirtækið mestu máli og að sjálfsögðu að hugsa um innri og ytri viðskiptavini. Það er áhugavert af hverju Toyota leyfir samkeppnisaðilum sínum að skoða verksmiðjunar sínar en ein af ástæðunum er sú að þeir eru búnir að þjálfa starfsmenn sína í að leita stöðugt af umbótum og því ætla þeir að verða miklu betri þegar samkeppnisaðilar þeirra hafa loks náð þeim. Viktoría hélt fyrirlestur um hvernig við hjá Össuri notum A3 til þess að miðla stefnu okkar áfram í framleiðsludeildum á Íslandi,
  það hefur gefist vel og ferillinn er í stöðugum umbótum. Hægt er að fá nánari upplýsingar um hvað straumlínustjórnun er
á lean.is.
 Höfundar: Viktoría Jensdóttir,  deildarstjóri umbóta og öryggis 
Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir, sérfræðingur í umbótum og  öryggi.


0 Comments

One piece flow á flugvellinum - I wish!

11/5/2013

0 Comments

 
Picture
European Manufacturing Strategic ráðstefnan gekk mjög vel. Ég var með fyrirlestur um hvernig við notum A3 við að koma stefnunni áfram í framleiðsludeildinni hjá Össuri.
Það var virkilega gaman að fá að tala þarna og ég held að það hafi heppnast með ágætum. Ég náði góðum tengslum við margt gott fólk sem vinnur í hinum mismunandi iðnuðum í evrópu en á það sameiginlegt að vinna að stöðugum umbótum.
Ég ætlaði þó ekki að ræða frekar um ráðstefnuna í þessum pistli - er að útbúa annan þar sem ég mun koma inn á "key learnings" úr ráðstefnunni og ég mæli líka með næsta dokku fyrirlestri þar sem Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir samstarfskona mín mun fara yfir það helsta sem við lærðum á þessari ráðstefnu. Sá fyrirlestur verður 19.nóvember klukkan 8:30-9:45 í Össur.
Þegar við Guðbjörg vorum á leiðinni heim þá þurftum við að sjálfsögðu að fá "tax free-ið" okkar endurgreitt.
Við byrjuðum á því að biðja um tax free í þeim verslunum sem við versluðum í. Fengum það aðeins ef lágmarksupphæð var náð, starfsmenn voru svo mis sleipir í því að útbúa þetta en gekk - að við héldum. Þegar upp á hótelið var komið þurfti síðan að fylla inn allar upplýsingarnar á tax free miðana, sömu upplýsingar aftur og aftur ásamt kredidkorta upplýsingum. Næst tók við á flugvellinum að finna tax-free básinn, eftir að hafa sveittar hlaupið um víða völl fundum við customer information - en þar var lítill miði sem vísaði á tax free - 100 m. Jæja við þangað - þegar við komumst þangað og búnar að fara í röðina þá kemur í ljós að við þurfum að fara í tollinn fyrst...ok, við förum þangað og bíðum í röð. Tollurinn kíkir á farseðla og passa, stimplar og við erum good to go að fara í næstu röð hjá tax free. Þar bíðum við aftur og þær skoða líka farmiða og passa, stimpla og biðja okkur um kredidkorta upplýsingarnar (þó að við værum búin að skrifa þetta á alla miðana!). Einnig þurftum við að finna einhverjar nótur sem voru rangar (Sumir starfsmenn vissu ekki alveg hvað átti að gera).  Heildarferlið tók gróflega 60 mín og þar af virðisaukandi sennilega undir 3 mín. Við Guðbjörg hugsuðum að þetta ferli mætti nú bæta heilmikið. Best væri ef eyðublöð væru öll þau sömu og helst ef þau kæmu öll sjálfkrafa úr tölvunni eins og er komið á marga staði, einnig væri frábært ef að hægt væri að skrifa inn upplýsingar á einn stað í stað þess að þurfa að gera það fyrir hverja kvittun. Það sem væri þó best væri ef að tollur og tax free gætu unnið saman eins og once pice flow þá myndi tími okkar minka til muna og ekki þyrfti að handfjatla passa og farmiða oftar en einu sinni. Einnig væri hægt að bæta til muna sjónrænar merkingar til þess að við hefðum ekki þurft að hlaupa út um allt til þess að leita af réttum stað... hehe en svona er þetta - alltaf er hægt að bæta ferlin:)

0 Comments

    Author

    Viktoría og Lísa

    Archives

    November 2020
    October 2020
    September 2020
    July 2019
    May 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2016
    September 2016
    May 2016
    April 2016
    February 2016
    September 2015
    August 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    August 2014
    March 2014
    January 2014
    November 2013
    October 2013
    September 2013

    Categories

    All
    Office Lean
    One Piece Flow
    Personal Lean

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly
  • Heim
  • Blogg
  • Efni
  • Myndbönd
  • Orðaskýringar
  • Um okkur