LEAN.is
  • Heim
  • Blogg
  • Efni
  • Myndbönd
  • Orðaskýringar
  • Um okkur

Straumlínustjórnun í Evrópu - grein í morgunblaðinu 14.nóv 2013

11/13/2013

0 Comments

 
Picture
Þann 28.október héldum við á ráðstefnuna European Manufacturing Strategy Summit, sem
  haldin er árlega með mismunandi áherslum. Áherslan að þessu sinni  var stefnumótun í fyrirtækjum og komu fyrirlesarar víða að m.a.  frá Airbus, BMW, Siemens o.fl. Flestir virtust komast að sömu niðurstöðunni sem er að fyrirtæki ná ekki árangri nema að fá starfsmenn með sér í lið og að allir stefni í sömu átt. Fyrirtækin nýttu sér flest aðferðarfræði straumlínustjórnunar og mörg voru búin að aðlaga straumlínustjórnun að sinni stefnu og   menningu. Það virðist sem sú leið sé vænlegust til árangurs í stað þess að innleiða eitt og eitt tól. Einnig var skýrt hversu mikilvægt er að rótargreina öll vandamál til þess að öðlast stöðugleika sem gefur yfirmönnum tíma til að vinna að umbótum og fara í „gemba“.  Þar sem tími er af skornum skammti þá skiptir máli að leysa réttu vandamálin og fara í réttu umbótarverkefnin, skoða þær vörur sem fyrirtækið býður upp á og reyna að einbeita sér að þeim sem skipta fyrirtækið mestu máli og að sjálfsögðu að hugsa um innri og ytri viðskiptavini. Það er áhugavert af hverju Toyota leyfir samkeppnisaðilum sínum að skoða verksmiðjunar sínar en ein af ástæðunum er sú að þeir eru búnir að þjálfa starfsmenn sína í að leita stöðugt af umbótum og því ætla þeir að verða miklu betri þegar samkeppnisaðilar þeirra hafa loks náð þeim. Viktoría hélt fyrirlestur um hvernig við hjá Össuri notum A3 til þess að miðla stefnu okkar áfram í framleiðsludeildum á Íslandi,
  það hefur gefist vel og ferillinn er í stöðugum umbótum. Hægt er að fá nánari upplýsingar um hvað straumlínustjórnun er
á lean.is.
 Höfundar: Viktoría Jensdóttir,  deildarstjóri umbóta og öryggis 
Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir, sérfræðingur í umbótum og  öryggi.


0 Comments



Leave a Reply.

    Author

    Viktoría og Lísa

    Archives

    November 2020
    October 2020
    September 2020
    July 2019
    May 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2016
    September 2016
    May 2016
    April 2016
    February 2016
    September 2015
    August 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    August 2014
    March 2014
    January 2014
    November 2013
    October 2013
    September 2013

    Categories

    All
    Office Lean
    One Piece Flow
    Personal Lean

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly
  • Heim
  • Blogg
  • Efni
  • Myndbönd
  • Orðaskýringar
  • Um okkur