Þegar ég er að gera kynningar á námskeið þá geri ég alltaf of margar glærur. Hluti af því er hræðsla að vera aðeins búin með 1 klst af 3 klst námskeiði og vera búin með efnið (sem hefur ALDREI gerst) og hitt er að ég vil koma svo mikilli fræðslu áfram að ég set inn endalaust magn af glærum. Ég hef verið svo heppin að ég á frábæran samstarfsmann hjá Össuri sem hefur lesið yfir glærurnar mínar fyrir ráðstefnur og hef ég alltaf stytt þær og það hefur komið betur út. Ég legg þó engan á að fara yfir glærurnar fyrir námskeiðin mín því að eitt námskeið getur haft um 200 glærur - ó já fyrir 3,5 klst námskeið. Enn núna eru breyttir tímar og fyrir námskeiðið á morgun verða komnar glænýjar 5s'aðar glærur. Ég er nú þegar búin að stytta úr 188 glærum í 100 og vona ég að þetta muni leiða til þess að viðskiptavinir mínir verða ánægðari. Ég vil líka árétta að inn í þessum 100 glærum eru verkefni og ég er alltaf að bæta við fleiri verkefnum:) Afhverju - "because you learn by doing" !!! Enn ef viðskiptavinurinn vill lestrar ítarefni þá verður hægt að kaupa A3 bækling fyrir mjög hógvært verð. Hlakka til að keyra námskeiðið á morgun!!!
0 Comments
Jæja þá tek ég ,mér smá frí úr fæðingarorlofinu. Á mánudaginn er það kennsla í gæðastjórnun hjá HÍ, fer yfir rótargreiningu og 7 þrepa umbótarferli. Á þriðjudaginn kenni ég svo A3 hjá Dokkunni - það eru enn laus pláss ef þið hafið áhuga - nánari upplýsingar eru á www.dokkan.is. Á miðvikudaginn verður svo A3 ráðgjöf hjá virtu íslensku fyrirtæki - hlakka mikið til því ég læri líka svo mikið á því:). Á föstudaginn minni ég svo á fyrirlesturinn sem Dr. Sven ætlar a halda um A3 og stöðu lean í Noregi enn þessi fyrirlestur er á vegum dokkunar enn verður haldinn upp í Össur klukkan 8:30.
Bara skemmtilegt :) Ásamt þessu er ég svo á fullu að klára að gera A3 handbók og undirbúa glærur og efni fyrir lean office hluta 1 námskeiðið. Ég minni enn og aftur á að ef þið hafið áhuga á að fá kennslu um lean í ykkar fyrirtæki, hafið endilega samband. Mbk, Viktoría Á hundasýningunni þá sá ég líka annað.
Venjulega er farið yfir allar upplýsingar úr hringnum eftir að dóm er lokið. Þá þurfa 2 af 3 manneskjum að stemma að allt sé rétt - það sem ritari skrifar, það sem aðstoðarritari skrifar í sína möppu og hringstjóri. Þetta getur oft tekið svoldinn tíma og ef það eru einhver vafa atriði að þá tekur tíma að finna út úr þeim því hundurinn er löngu farin sem um ræðir. Sem sagt batch hugsun! Á sunnudaginn þá fór aðstoðar ritarinn jafnóðum yfir upplýsingarnar þannig þegar dóm var lokið þá vorum við alveg búnar og gátum farið saman í mat. Öll vafa atriði voru leyst þegar hundur var enn í hringnum og við gátum séð ef einhver af okkur gerði vitleysu... Þetta segir manni líka eitt, ég hef alltaf farið yfir upplýsingarnar á hundasýningum í batch settuppi og aldrei hugsað að það væri betra að gera það hinseginn....þannig oft þegar maður er búinn að vera of lengi í einhverju þá hættir maður að sjá...enn ég var svo fegin að einhver annar sá þetta - þess vegna skiptir svo miklu máli að hafa góða og virka starfs Algjör snilld:)
Viktoría aspirant á labrador, Mynd: Ágúst Ágústsson
Eins og þeir vita sem þekkja mig þá er ég alveg hundasjúk og um helgina var hundasýning. Ég er að læra að verða hundadómari og vinn því líka mikið á sýningum. Þegar ég var að rita í gær þá var ég svo heppin að vera að vinna með tveimur mjög fínum dömum. Önnur þeirra kannaðist við mig úr lean heiminum og sagði að hún hefði mikinn áhuga á lean og sóun. Við fórum þá yfir hvað er búið að gera í hundasýningum á íslandi til að minnka sóun og hvað væri hægt að gera enn betra. Það fyrsta sem okkur datt í hug var að í "gamla daga" fyrir sennilega 5-10 árum þá þurftu sýnendur að koma 1-2 klst fyrir auglýstan tíma til þess að sækja sýningarnúmerið sitt. Þá þurfti félagið að fá 2 starfsmenn til þess að sitja við borð og afgreiða sýningarnúmer og nælur. Ef það voru mistök í skráningu þá uppgötvaðist seint ef það vantaði númer o.s.frv. Viðskiptavinurinn (sýnandi) þurfti svo að bíða oft í langri röð eftir sýningarnúmerunum með viðeigandi stressi og pirring. Núna er búið að breyta þessu þannig að sýningarnúmer eru send til sýnenda fyrir sýningu. Þetta kemur í veg fyrir stress á sýningardegi og fólk veit að það er skráð. (sem sagt ánægðari viðskiptavinur, útrýma bið og ekki þarf lengur 2 sjálfboðaliða við að standa við dyrnar allan daginn). Annað sem við ræddum um að mætti laga var að setja úrslit sýninga strax á netið. Þannig að í stað þess að setja allt á pappír að setja allt í tölvu og uppfæra strax. Þá getur viðskiptavinurinn (sem eru félagsmenn HRFÍ) séð úrslit strax. Einnig er búið að fækka þeim rósettum sem gefnar eru o.s.frv. til þess að hagræða - viðskiptavinurinn er þó misánægður með það:) Annað sem er breytt er að nú er sýningarsvæði opið enn áður þurftu þeir sem voru að horfa á að vera á gestapöllum og gátu ekki komið nálægt sýnendum, þetta skapaði oft óþægindi því fjölskyldur vildu vera saman og nálægt og á sýningarsvæðinu. Núna í dag er allt opið og allir geta verið á sýningarsvæðinu. Þannig alls staðar erum við að verða betri og erum að reyna að finna betri leiðir þó að það sé ekki kallað lean eða straumlínustjórnun. Þannig boðskapur minn í dag er að þó að þið séuð ekki með eitthvað sem kallast lean eða straumlínustjórnun í ykkar fyrirtæki þá þýðir það EKKI að þið séuð ekki að gera góða hluti og ekki að gera umbætur!!! síðan vil ég þakka kærri vinkonu minni Birgittu Björnsdóttur fyrir að skrifa fyrir mig allan daginn:) Ég fór í gær á verkefnastjórnarráðstefnuna í Hörpu, flott ráðstefna. Þar var hann Niklas Modig að tala um "this is lean", hann ræddi m.a. um hvernig við skilgreinum nýtni í verkefnum - virkilega áhugavert.
Það sem mér fannst enn fremur áhugavert var að hann gerir lean á sjálfum sér og kallar það "lean on me" - þetta fannst mér algjör snilld. Hann tók kaizen verkefni á sér enn vandamálið var að hann eyddi svo miklum tíma í að fara yfir kvittanir (hmm ég glími við sama vandamál), hann gerði það einu sinni á þriggja mánaða fresti enn hann ákvað að prófa að gera minna í einu og oftar og guess what hann sparaði sér 6 klst. Núna er ég að leggja hugan í bleyti og skoða núverandi ástand á mér - hvar get ég gert kaizen á mér? Ég veit að ég er amk alltof mikið á facebook :/ og kíki sennilega of ört á e-meilin mín án þess að svara....núna er bara að leggja hugann í bleyti. Einhverjar hugmyndir??? |
AuthorViktoría og Lísa Archives
August 2024
Categories |