Ég fór í gær á verkefnastjórnarráðstefnuna í Hörpu, flott ráðstefna. Þar var hann Niklas Modig að tala um "this is lean", hann ræddi m.a. um hvernig við skilgreinum nýtni í verkefnum - virkilega áhugavert.
Það sem mér fannst enn fremur áhugavert var að hann gerir lean á sjálfum sér og kallar það "lean on me" - þetta fannst mér algjör snilld. Hann tók kaizen verkefni á sér enn vandamálið var að hann eyddi svo miklum tíma í að fara yfir kvittanir (hmm ég glími við sama vandamál), hann gerði það einu sinni á þriggja mánaða fresti enn hann ákvað að prófa að gera minna í einu og oftar og guess what hann sparaði sér 6 klst. Núna er ég að leggja hugan í bleyti og skoða núverandi ástand á mér - hvar get ég gert kaizen á mér? Ég veit að ég er amk alltof mikið á facebook :/ og kíki sennilega of ört á e-meilin mín án þess að svara....núna er bara að leggja hugann í bleyti. Einhverjar hugmyndir???
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorViktoría og Lísa Archives
August 2024
Categories |