LEAN.is
  • Heim
  • Blogg
  • Efni
  • Myndbönd
  • Orðaskýringar
  • Um okkur

Lean og hundasýningar

9/9/2013

0 Comments

 
PictureViktoría aspirant á labrador, Mynd: Ágúst Ágústsson
Eins og þeir vita sem þekkja mig þá er ég alveg hundasjúk og um helgina var hundasýning. Ég er að læra að verða hundadómari og vinn því líka mikið á sýningum.
Þegar ég var að rita í gær þá var ég svo heppin að vera að vinna með tveimur mjög fínum dömum. Önnur þeirra kannaðist við mig úr lean heiminum og sagði að hún hefði mikinn áhuga á lean og sóun. Við fórum þá yfir hvað er búið að gera í hundasýningum á íslandi til að minnka sóun og hvað væri hægt að gera enn betra. Það fyrsta sem okkur datt í hug var að í "gamla daga" fyrir sennilega 5-10 árum þá þurftu sýnendur að koma 1-2 klst fyrir auglýstan tíma til þess að sækja sýningarnúmerið sitt. Þá þurfti félagið að fá 2 starfsmenn til þess að sitja við borð og afgreiða sýningarnúmer og nælur. Ef það voru mistök í skráningu þá uppgötvaðist seint ef það vantaði númer o.s.frv. Viðskiptavinurinn (sýnandi) þurfti svo að bíða oft í langri röð eftir sýningarnúmerunum með viðeigandi stressi og pirring. Núna er búið að breyta þessu þannig að sýningarnúmer eru send til sýnenda fyrir sýningu. Þetta kemur í veg fyrir stress á sýningardegi og fólk veit að það er skráð. (sem sagt ánægðari viðskiptavinur, útrýma bið og ekki þarf lengur 2 sjálfboðaliða við að standa við dyrnar allan daginn).
Annað sem við ræddum um að mætti laga var að setja úrslit sýninga strax á netið. Þannig að í stað þess að setja allt á pappír að setja allt í tölvu og uppfæra strax. Þá getur viðskiptavinurinn (sem eru félagsmenn HRFÍ) séð úrslit strax. Einnig er búið að fækka þeim rósettum sem gefnar eru o.s.frv. til þess að hagræða - viðskiptavinurinn er þó misánægður með það:)
Annað sem er breytt er að nú er sýningarsvæði opið enn áður þurftu þeir sem voru að horfa á að vera á gestapöllum og gátu ekki komið nálægt sýnendum, þetta skapaði oft óþægindi því fjölskyldur vildu vera saman og nálægt og á sýningarsvæðinu. Núna í dag er allt opið og allir geta verið á sýningarsvæðinu.

Þannig alls staðar erum við að verða betri og erum að reyna að finna betri leiðir þó að það sé ekki kallað lean eða straumlínustjórnun. Þannig boðskapur minn í dag er að þó að þið séuð ekki með eitthvað sem kallast lean eða straumlínustjórnun í ykkar fyrirtæki þá þýðir það EKKI að þið séuð ekki að gera góða hluti og ekki að gera umbætur!!!

síðan vil ég þakka kærri vinkonu minni Birgittu Björnsdóttur fyrir að skrifa fyrir mig allan daginn:)

0 Comments



Leave a Reply.

    Author

    Viktoría og Lísa

    Archives

    November 2020
    October 2020
    September 2020
    July 2019
    May 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2016
    September 2016
    May 2016
    April 2016
    February 2016
    September 2015
    August 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    August 2014
    March 2014
    January 2014
    November 2013
    October 2013
    September 2013

    Categories

    All
    Office Lean
    One Piece Flow
    Personal Lean

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly
  • Heim
  • Blogg
  • Efni
  • Myndbönd
  • Orðaskýringar
  • Um okkur