Jæja þá tek ég ,mér smá frí úr fæðingarorlofinu. Á mánudaginn er það kennsla í gæðastjórnun hjá HÍ, fer yfir rótargreiningu og 7 þrepa umbótarferli. Á þriðjudaginn kenni ég svo A3 hjá Dokkunni - það eru enn laus pláss ef þið hafið áhuga - nánari upplýsingar eru á www.dokkan.is. Á miðvikudaginn verður svo A3 ráðgjöf hjá virtu íslensku fyrirtæki - hlakka mikið til því ég læri líka svo mikið á því:). Á föstudaginn minni ég svo á fyrirlesturinn sem Dr. Sven ætlar a halda um A3 og stöðu lean í Noregi enn þessi fyrirlestur er á vegum dokkunar enn verður haldinn upp í Össur klukkan 8:30.
Bara skemmtilegt :) Ásamt þessu er ég svo á fullu að klára að gera A3 handbók og undirbúa glærur og efni fyrir lean office hluta 1 námskeiðið. Ég minni enn og aftur á að ef þið hafið áhuga á að fá kennslu um lean í ykkar fyrirtæki, hafið endilega samband. Mbk, Viktoría
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorViktoría og Lísa Archives
October 2024
Categories |