![]() Þar sem ég var fundarstjóri í sal A þá hlustaði ég á efnin þar. Næst til leiks var Ken Andrews en hann starfaði áður hjá RBS en er nú ráðgjafi hjá fyrirtæki sem heitir DSA enablement. Það var frábært að fá reynslusöguna frá honum en RBS fór í gegnum mjög stóra innleiðingu með ákveðnu ráðgjafafyrirtæki. Þau náðu ákveðnum árangri en hann sagði að þau hefðu þó ekki náð þeim árangri sem þau vildu en það var að gera umbæturnar sjálfbærar. Í stað þess að kenna starfsmönnum að veiða þá gáfu þeir þeim fiskinn. Hann talaði um að allir væru að leita af því að komast í "the holy grail" af stöðugum umbótum. Eftir að hafa rannsakað fjölmörg world class fyrirtæki þá komst hann af því að þau hafa 4 critical success factors sem önnur hafa ekki en það er 1. Does the business have a clear target state VISION and current state articulated through well defined and balanced KPI's and aligned to the strategy? 2. Does the business have a set of delivery and improvement processes and SYSTEMS that will help manage achieving that state? 3. Do the leaders havd the CAPABILITY to be able to create and drive KPI improvements through the systems and processes and can they coach their teams on that, top to bottom? 4. Can the Leaders in the business MOTIVATE and create passion throughout the organisation to achieve the vision? Mjög skemmtilegt topic!
Eftir hádegi þá steig Patricia Wardwell á stokk. Hún byrjaði vel og var að tala um mikilvægi þess að stjórnendur færu í "Gemba walk" þ.e. að skoða vinnuna þar sem hún á sér stað og tala við þá sem vinna þar. Hún setti síðan á myndband sem sýndi hvernig hegðun væri æskileg og óæskileg. Þetta hefði verið fínn fyrirlestur en því miður fannst mér myndbandið aðeins of langt:) ![]() Næst kom Jasper Boers frá Belgroup (þeir sem framleiða mini babybel ostana :)). Þetta er gríðarlega stórt fyrirtæki og hafa þeir farið í gegnum nokkrar innleiðingar hjá fyrirtækjum innan grúbbunar. Það sem var áhugavert var að hann sagði að þó þeir væru með sama innleiðingar módel þá var hver einasta innleiðing mismunandi því hvert fyrirtæki og starfsmenn þurftu að fara í gegnum "the learning curve". Hann sagði einnig að þar sem þeir eru að vinna við það að búa til vörur úr mjólkurvörum þá virkar "one piece flow" ekki fyrir þá og því einbeita þeir sér að fyrirbyggjandi viðhaldi eða TPM. Dan Markowitz lokaði síðan ráðstefnunni þar sem hann var með erindi þar sem hann bar saman hraust fyrirtæki við hrausta einstaklinga. Hann tók m.a. Annie Mist og Gunnar Nelson og tók þau sem dæmi. Hann sagði til þess að vera hraust fyrirtæki þá er hægt að nota eftirfarandi "guidelines" 1. Commitment to Fitness 2. Building fitness 3. Focus on your end goal 4. Training the right way 5. Real time feedback 6. Coaching Hann ræddi líka um að lean snúist um "common sense" og við ættum ekki að missa okkur í japönsku jargoni sem enginn skilur (hehe ég tók þetta til mín). Hann talaði einnig um Chainsaw Al en hann var frægur stjórnandi fyrir einhverju síðan og hreykti sér af því að ná frábærum hagnaði úr fyrirtækjum. Í eitt skipti rak hann 50.000 manns, hagnaðist gríðarlega en fyrirtækið varð gjaldþrota 18 mánuðum seinna. Síðan endaði hann á þessari gullnu setningu "Being skinny doesn't make you strong"!! Fræðslustöðvarnar voru síðan eftir Dan en því miður gat ég ekki tekið þátt en mér heyrðist flestir vera ánægðir með það. En allt í allt var ég ánægð með ráðstefnuna en er farin að hugsa hvaða fyrirlestrar ættu að vera fyrir Lean Ísland 2016. Þau "topic" sem ég hef mest áhuga á núna er Lean coaching, Lean IT, Lean healthcare, TPM o.s.frv.
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorViktoría og Lísa Archives
November 2020
Categories |