Hjá Landspítalanum erum við að leggja mikla áherslu á að setja upp umbótatöflur á einingar. Þetta er stór hluti af lean vegferðinni en virðing fyrir fólki er undirstaðan í lean og partur af því er að hlusta á hugmyndir hjá starfsmönnum og koma þeim í farveg.
Nokkur atriði sem margir starfsmenn kvarta yfir (almennt) eru:
Umbótatöflurnar eiga að koma í veg fyrir ofangreint með því að hafa öll umbótaverkefni sýnileg og stöðuna á þeim. Þannig er komin skýr leið fyrir starfsmann að koma með hugmyndir og staðan öllum ljós á hverjum tímapunkti. Ofangreind mynd er af umbótatöflu á spítalanum hjá 12E, er hún hér birt með góðfúslegu leyfi frá Kristínu Lilju Svansdóttur deildarstjóra. Taflan er sett upp þannig að starfsmenn geta komið með hugmyndir á milli funda með því að skrifa á post it miða. Þeir setja miðana undir "hugmyndir". Á fundinum er hugmyndin rædd, hún er samþykkt eða hafnað. Ef tillagan er samþykkt er gerður verkefnamiði (ef við á) og sett í fyrirhuguð verkefni. Á fundinum þarf svo að forgangsraða verkefnum inn en aðeins ef laust pláss er í "í vinnslu" boxinu. Ég fylgi vanalega þessari röð þegar ég er með umbótafundi:
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorViktoría og Lísa Archives
October 2024
Categories |