Á för minni til Svíþjóðar um daginn þá kíkti ég í búðina hjá KappAhl. Það er fatabúð eins og til dæmis h&m. Það sem hinsvegar er ólíkt þessari búð en öðrum svipuðum sem ég hef farið í að í stað þess að fara í hefðbundna röð þá tók maður númer. Þetta gerði það að verkum að ég þurfti ekki að bíða við kassann til þess að tryggja að ég yrði næst, þetta þýddi líka það að ég valdi ekki "vitlausa" röð eins og ég geri ALLTAF :) Nú þar sem ég þurfti heldur ekki að bíða við kassann þá gat ég farið og skoðað á meðan og guess what, auðvitað keypti ég smá meira :)
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorViktoría og Lísa Archives
October 2024
Categories |