Ég var á menntaþingi samtaka atvinnulífsins um daginn, þar voru framúrskarandi fyrirlestrar um menntun starfsmanna, barna o.s.frv. Það var einn fyrirlestur sem mér fannst sérlega áhugaverður en hann var fluttur af Jóni Björnssyni sem er forstjóri Festi. Festi eiga m.a. Krónubúðirnar og Elko. Hann fjallaði í sínum fyrirlestri um hvernig þau eru að vinna með sínum starfsmönnum til þess að efla þau og virkja. Ef þið ýtið á myndina, þá getið þið hlustað á fyrirlesturinn hans. Nú svo ég tengi þetta við ánægju mína á Krónunni þá var það þannig um daginn að ég var að versla í ónefndri verslun. Það var föstudagur og jú fjölskyldunni langaði í föstudags pizzu. Ég byrjaði að leita af botni, svo skinku o.s.frv. Ég hugsaði með mér "af hverju er ekki svona pizza horn með öllu því sem ég þarf í pizzuna", ég hélt áfram að ráfa um verslunina þangað til ég fann jú eitt horn sem átti að vera pizza hornið. Það var hinsvegar ekki allt sem ég þurfti í pizzuna. Það tók mig því töluverðan tíma að labba um verslunina, leita af öllu fram og til baka. Ég fór síðan í krónuna í gær eins og ég geri oft. Ég er mjög ánægð með nýju verslunina þeirra Flatahrauninu en hún er svo opin, góð lýsing og alltaf "tipp topp". Ég ráfaði þar um og hugsaði "hvað á ég að hafa í matinn" eins og svo margir aðrir. Þá kom ég að kjötinu og var þar ekki bás með þremur tillögum að kvöldmáltíðum og allt á sama stað! Þegar ég fór svo fyrir hornið var líka hægt að kaupa allt í brönsinn á sama stað. Ég var þvílíkt ánægð með þetta og ég verð að segja að þetta er frábært hvernig þau eru að bregðast við t.d. eldum rétt. Dæmi um slæmt "allt á sama stað" og vel heppnað "allt á sama stað"Frábært vöruúrval!Síðan að lokum þá verð ég að hrósa krónunni fyrir framúrskrandi vöruúrval, þeir eru alltaf að bæta við vegan vörum og eru með ýmislegt frá Happ. Síðan fyrir okkur kjötæturnar þá eru þeir komnir með vörur frá kjötkompaní.
Ég vil líka taka það fram að ég hef engra hagsmuna að gæta frá krónunni, bara ánægður viðskiptavinur og frekar mikið lean nörd - en myndirnar voru það fyrsta sem ég sýndi manninum mínum þegar ég kom heim! #notAd :)
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorViktoría og Lísa Archives
October 2024
Categories |