Það er margt skemmtilegt búið að vera að gerast í þessari viku. Á þriðjudaginn hélt ég fyrsta lean office 1 námskeiðið og gekk það mjög vel. Mikið var gert af æfingum þannig ég treysti því að þeir sem fóru á námskeiðið geti nýtt það sem ég var að kenna. Það sem við eyddum miklum tíma í var - hvað er virði í skrifstofu umhverfi, hverjir eru innri og ytri viðskiptavinir. Einnig fórum við yfir hvernig SIPOC greining er og customer vs provider möppun Við fórum síðan yfir hvers konar sóun er á skrifstofunni og hvernig er hægt að koma í veg fyrir það. Eitt sem við gerðum líka enn það var að búa til kanban verkefnatöflu, sem er algjört snilldar tól. Þá tekuru niður allt sem þú átt eftir að gera og setur í flokk td todo eða waiting/next in. Eftir það flokkaru hvað er mikilvægast og í hverju þú ert að vinna - hér er mikilvægt að setja reglu um hversu mörg verkefni þú mátt hafa í einu, vanalega er talað um að best sé að hver starfsmaður sé ekki að vinna í fleiri verkefnum en 7. Síðan geturu leikið þér enn meira af töflunni, td. haft mismunandi liti á þeim mv hversu áríðandi verkið er eða hver á að vinna verkið. Síðan eru daglegir eða vikulegir fundir upp við töfluna þar sem er fært á milli flokka eftir því sem verkefni klárast og slíkt, enn fremur er líka verið að ræða ef þið náið ekki að klára verkefni á réttum tíma - vantar ykkur hjálp, afhverju er það of seint. Það er mjög mikilvægt að í daglegum fundi að viðmótið sé ekki "já já gastu ekki gert þetta, ekkert mál" heldur "það er vandamál við ætlum að leysa það" annars er dagleg stjórnun algjör sóun. Það eru margir sem vilja frekar hafa svona í tölvum og það er í góðu lagi - þó ég sé nú hrifnari að hafa þetta á töflum þá getur það meikað sense að hafa í tölvu ef t.d. teymi er á mörgum stöðum eða ef þetta er hreinlega bara fyrir einn aðila. Ég get mælt með tólinu Trello þar sem þú getur búið til þínar eigin kanban töflur og það best er að þetta er frítt software. Á þessum myndum þá sést personal kanban taflan mín bæði þar sem ég gerði hana á töflu og í trello. Núna er ég að gera tilraun á sjálfri mér hvort virkar betur:) Síðan vildi ég nú bara láta vita að glærurnar frá dokku fundinum í gær - "hvað er lean" eru komnar á netið undir Fræðsluefni. kv. Viktoría
0 Comments
|
AuthorViktoría og Lísa Archives
October 2024
Categories |