European Manufacturing Strategic ráðstefnan gekk mjög vel. Ég var með fyrirlestur um hvernig við notum A3 við að koma stefnunni áfram í framleiðsludeildinni hjá Össuri. Það var virkilega gaman að fá að tala þarna og ég held að það hafi heppnast með ágætum. Ég náði góðum tengslum við margt gott fólk sem vinnur í hinum mismunandi iðnuðum í evrópu en á það sameiginlegt að vinna að stöðugum umbótum. Ég ætlaði þó ekki að ræða frekar um ráðstefnuna í þessum pistli - er að útbúa annan þar sem ég mun koma inn á "key learnings" úr ráðstefnunni og ég mæli líka með næsta dokku fyrirlestri þar sem Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir samstarfskona mín mun fara yfir það helsta sem við lærðum á þessari ráðstefnu. Sá fyrirlestur verður 19.nóvember klukkan 8:30-9:45 í Össur. Þegar við Guðbjörg vorum á leiðinni heim þá þurftum við að sjálfsögðu að fá "tax free-ið" okkar endurgreitt. Við byrjuðum á því að biðja um tax free í þeim verslunum sem við versluðum í. Fengum það aðeins ef lágmarksupphæð var náð, starfsmenn voru svo mis sleipir í því að útbúa þetta en gekk - að við héldum. Þegar upp á hótelið var komið þurfti síðan að fylla inn allar upplýsingarnar á tax free miðana, sömu upplýsingar aftur og aftur ásamt kredidkorta upplýsingum. Næst tók við á flugvellinum að finna tax-free básinn, eftir að hafa sveittar hlaupið um víða völl fundum við customer information - en þar var lítill miði sem vísaði á tax free - 100 m. Jæja við þangað - þegar við komumst þangað og búnar að fara í röðina þá kemur í ljós að við þurfum að fara í tollinn fyrst...ok, við förum þangað og bíðum í röð. Tollurinn kíkir á farseðla og passa, stimplar og við erum good to go að fara í næstu röð hjá tax free. Þar bíðum við aftur og þær skoða líka farmiða og passa, stimpla og biðja okkur um kredidkorta upplýsingarnar (þó að við værum búin að skrifa þetta á alla miðana!). Einnig þurftum við að finna einhverjar nótur sem voru rangar (Sumir starfsmenn vissu ekki alveg hvað átti að gera). Heildarferlið tók gróflega 60 mín og þar af virðisaukandi sennilega undir 3 mín. Við Guðbjörg hugsuðum að þetta ferli mætti nú bæta heilmikið. Best væri ef eyðublöð væru öll þau sömu og helst ef þau kæmu öll sjálfkrafa úr tölvunni eins og er komið á marga staði, einnig væri frábært ef að hægt væri að skrifa inn upplýsingar á einn stað í stað þess að þurfa að gera það fyrir hverja kvittun. Það sem væri þó best væri ef að tollur og tax free gætu unnið saman eins og once pice flow þá myndi tími okkar minka til muna og ekki þyrfti að handfjatla passa og farmiða oftar en einu sinni. Einnig væri hægt að bæta til muna sjónrænar merkingar til þess að við hefðum ekki þurft að hlaupa út um allt til þess að leita af réttum stað... hehe en svona er þetta - alltaf er hægt að bæta ferlin:)
0 Comments
|
AuthorViktoría og Lísa Archives
November 2024
Categories |