LEAN.is
  • Heim
  • Námskeið
    • Skilvirki leiðtoginn
    • A3 notkun (verkefnastýring og vandamálarannsóknir)
    • Sjónræn stjórnun (töflur og 5s)
    • Umbótavinnustofur
    • Ferlagreining
  • Blogg
  • Efni
  • Myndbönd
  • Orðaskýringar
  • Um okkur

Að halda mörgum boltum á lofti

10/2/2013

0 Comments

 
Boltastaða
Margir eiga það til að taka að sér mörg hlutverk og fólki gengur misvel að sinna þeim öllum. Ég er þar engin undantekning og má stundum hafi mig alla við að halda boltunum á lofti.  Það koma stundir þar sem þeir detta í gólfið annað hvort af því verkefnin eru of mörg eða eitthvað gleymist. Með hlutverkum á ég við öllum þeim sviðum sem maður þarf að sinna sem snúa að sjálfum okkur, vinnu og því um líkt. Í vikunni fannst mér ég vera að missa nokkra bolta og fannst ég ekki alveg hafa nægilega yfirsýn yfir hlutina svo ég settist niður og skrifaði lista með öllum þeim hlutverkum sem ég þarf að sinna. Ég flokkaði hlutverkin í flokkana vinna/sjálfboðastörf, fjölskylda, vinir og ég/heimili. Undir hverjum flokki var ég með 5-8 hlutverk. Ég fór í gegnum listann og gaf hverju hlutverki lit eftir því hvort mér fyndist ég sinna því vel eða ekki. Grænt þá var það í góðum málum, gult þarf aðgerðir fljótlega og rautt er etthvað sem ég hef dregið að gera og þarf aðgerðir strax. Eftir að hafa litakóðað hvert hlutverk þá fór ég yfir þau hlutverk sem voru gul og rauð og skrifaði niður næstu aðgerð fyrir hvert hlutverk. Ég setti þetta upp í Excel en einnig er hægt að prenta þetta út og hafa sýnilegt uppi á vegg og kaupa doppulímmiða og líma stöðu á hverju hlutverki fyrir sig regluega. Innan hálftíma var ég búin að senda nokkra tölvupósta, hringja símtal og bóka fundi sem kom nokkrum hlutverkum í betra horf. Ég setti í dagatalið mitt vikulega áminningu um að uppfæra boltastöðuna. 

Daginn eftir að ég setti upp listann fór ég yfir bolstastöðuna og bætti við tölum þannig að grænu hlutverkin fengu 3 stig, gulu 2 stig og rauðu 1. Í skjalið bætti ég við formúlu sem sýndi prósentu af fullu húsi (ef öll hlutverk væru græn). Á einum degi fór ég úr 73% í 79% og viku seinna var ég komin í 85%. Markmiðið er að vera komin í 95% í lok mánaðar og 100% í lok næsta mánaðar.

Þetta hefur hjálpað mér í að ná yfirsýn, eytt áhyggjum um að ég sé að gleyma einhverju og verið aðhald í að framkvæma hlutina strax því oft kemur maður bolta af stað með því að senda tölvupóst eða hringja. 

Ég leiddi hugann að því þegar ég setti þetta niður þá flokkaði ég ómeðvitað vinnuna fyrst, svo fjölskylduna og loks vini og síðast ég/heimili. Kom mér því ekki á óvart að ég var með mun verri stöðu í síðasta flokknum heldur en öðrum flokkum. Ef hugsað er til langtíma þá þarf að snúa þeirri forgangsröðun við því ef ég hugsa ekki fyrst og fremst um það sem snýr að mér persónulega þá hefur það áhrif á getu til að sinna öðrum flokkum.   

Kveðja,
Lísa

P.s. Meðfylgjandi er sniðmát fyrir utanumhald bolta :)

boltastada_snidmat.xlsx
File Size: 31 kb
File Type: xlsx
Download File

0 Comments



Leave a Reply.

    Author

    Viktoría og Lísa

    Archives

    December 2024
    November 2024
    October 2024
    September 2024
    August 2024
    June 2021
    May 2021
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    July 2019
    May 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2016
    September 2016
    May 2016
    April 2016
    February 2016
    September 2015
    August 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    August 2014
    March 2014
    January 2014
    November 2013
    October 2013
    September 2013

    Categories

    All
    Office Lean
    One Piece Flow
    Personal Lean

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly
  • Heim
  • Námskeið
    • Skilvirki leiðtoginn
    • A3 notkun (verkefnastýring og vandamálarannsóknir)
    • Sjónræn stjórnun (töflur og 5s)
    • Umbótavinnustofur
    • Ferlagreining
  • Blogg
  • Efni
  • Myndbönd
  • Orðaskýringar
  • Um okkur