Ég skellti mér á ELEC 2016 en ég var einn af fyrirlesurum þar. Ég hitti svo marga skemmtilega m.a. frá Lego og BBC. Ég er að vonast til þess að þeir komi á Lean Ísland en það er alltaf gaman að heyra um lean í öðrum iðnaði en framleiðslu. BBC kallar til að mynda lean innleiðingu sína BBC spark, meðal verkefna sem þau hafa unnið að er 5s, sjónræn stjórnun og virðisgreining á framleiðsluferlinu að búa til þætti. Til þess að listamenn minnki þann tíma sem er sóun hjá þeim og geti gert fleiri myndbönd. Fyrirlesturinn frá Lego var um hvernig þeir nýta lean hugmyndafræðina í búðunum. Ég leitaði af myndbandi frá Lego um þetta en fann ekki. Hinsvegar fann ég stórgott myndband um hvernig Tesco nýtir hugmyndafræðina í sínum búðum. Síðan var ég að taka upp stórgott myndband við Ídu Braga sem er yfir sjúkraþjálfari á LSH um lean verkefni sem hún var að vinna að.
1 Comment
|
AuthorViktoría og Lísa Archives
December 2024
Categories |