LEAN.is
  • Heim
  • Blogg
  • Efni
  • Myndbönd
  • Orðaskýringar
  • Um okkur

Dagur 1 á PEX

4/28/2015

0 Comments

 
Dagur 1 á ráðstefnunni sjálfri byrjaði með panel discussion sem var allt í lagi. Eftir það kom fyrsti fyrirlesturinn og byrjaði hann vel með fyrirlesaranum David Spickett frá Thomas Cook ferðaskrifstofunni en efni hans var „Taking Lean on Holiday: How Thomas Cook is using lean to improve customer experience“. Þetta var mjög skemmtilegur fyrirlestur um nokkur verkefni sem þeir eru búnir að fara í gegn. Þeir fengu aðstoð ráðgjafa fyrirtækisins McKenzie í byrjun (feb2013) og heimfærðu því linsurnar fimm sem þeir nota yfir á sig. Þeir glímdu við það vandamál að vera með mörg „brönd“ og marga ferla og líkti hann því við skál af spaghetti en hann sagði að viðskiptavinurinn var ekki ánægður með þetta og því var spaghettíið út um allt. Núna eru þau hætt að nýta sér aðstoð ráðgjafa og komin með 12 manna thomas cook teymi í umbætur. Þeirra módel var

  1. Customer at heart

  2. Design and improve processes

  3. Capable Organization

  4. Leadership

  5. Continous Improvement

Thomas cook Lean teymið hafði það síðan að leiðarljósi að hafa „consistent project delivery“ án þess þó að yfir staðla. Þegar þau fóru í verkefni horfðu þau á eftirfarandi hluti.

  1. Define

  2. Current state insights

  3. Future state

  4. Plan and implement

  5. Monitor&Share

Þeir töluðu mikið um að fyrstu verkefnin hafi snúið af því fókusera á „customer experience“ og að  „good customer service costs less“. Þeir kenndu líka starfsfólki sínu vandamálarannsóknir (8-9 tól sem starfsmenn geta hlaðið niður og myndbönd) og veittu þeim örar endurgjöf.  Þeir sögðu starfsmönnum sínum í „call centerinu“ að setja sig í spor viðskiptavinarins og þá trúðu þeir því að starfsmaður myndi taka réttar ákvarðanir í stað þess að skrifa milljón vinnulýsingar. Hann talaði einnig um að skoða hvaðan er kostnaðurinn að koma og hvar getum við sparað. Spyrja spurninganna hvað vill viðskiptavinur úr ferlinu og hvað þarf hann!

Frábær fyrirlestur en meira um PEX 2015 seinna:)


0 Comments



Leave a Reply.

    Author

    Viktoría og Lísa

    Archives

    November 2020
    October 2020
    September 2020
    July 2019
    May 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2016
    September 2016
    May 2016
    April 2016
    February 2016
    September 2015
    August 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    August 2014
    March 2014
    January 2014
    November 2013
    October 2013
    September 2013

    Categories

    All
    Office Lean
    One Piece Flow
    Personal Lean

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly
  • Heim
  • Blogg
  • Efni
  • Myndbönd
  • Orðaskýringar
  • Um okkur