Ég kíkti á ráðstefnuna PEX (Process Excellence) europe 2015 sem haldin var í London núna í lok apríl. Ég hafði mikla væntingar enda kostaði miðinn um 1700 pund plús síðan flug og gisting. Þetta var þriggja daga ráðstefna en fyrsti dagurin var námskeiðisdagur. Námskeiðisdagurinn var byggður upp þannig að á þessum degi voru sex, 2 klukkustunda námskeið en þú hafðir val á milli tveggja, þetta var formatt sem ég hafði ekki séð áður og var ég því spennt að sjá hvernig þetta myndi virka. Námskeið nr. 1 var „Building a strong BPM foundation for performance excellence“. Þetta námskeið var styrk af PNMsoft og var því miður bara kennsla á þeirra forrit. Sá sem hélt þetta námskeið var alveg ágætur en manni fanst svoldið súrt að vera borga sig inn á kynningu hjá fyrirtæki. Þeir voru alltaf að segja „en að sjálfsgðu erum við ekki að reyna að selja ykkur neitt“ en æ þetta varð bara frekar vandræðalegt. Sérstaklega í ljósi þess að PEX gefur sig út á það að aðeins þeir sem eru að vinna í umbótum séu fyrirlesarar („only practioners led presentations“. Það kom í ljós á ráðstefnunni að fleiri voru ráðgjafar sem voru með fyrirlestur. Námskeið nr. 2 var „Delivering an effortless customer experience: Aligning your team and your processes to achieve higher customer loyalty“ Þetta námskeið var hinsvegar alveg frábært með mjög skemmtilegum fyrirlesara. Þó hann hafi verið ráðgjafi þá var hann með góðar sögur og kenndi mér ýmislegt. Nokkrir punktar frá þessu námskeiði voru:
Ég hendi inn seinni tveimur dögunum eftir nokkra daga:)
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorViktoría og Lísa Archives
October 2024
Categories |