LEAN.is
  • Heim
  • Blogg
  • Efni
  • Myndbönd
  • Orðaskýringar
  • Um okkur

Ráðstefnur

6/16/2015

0 Comments

 
Mér finnst alltaf gott um miðjan júní að taka tíma og hugsa hvað hef ég lært sl. 6 mánuði og hvað ætla ég að gera næstu sex mánuði. Ég hef verið að skoða þær ráðstefnur og námskeið sem eru í boði og þó maður geti ekki farið á allt er alltaf gott að skoða og setja niður hvað maður myndi vilja sjá. Þær ráðstefnur sem ég er spennt fyrir núna eru 
  • European Lean Educator Conference 2015 sem verður í Svíþjóð 16-18.september. Það eru nokkrir hlutir sem mér finnst vera sniðugir á þessari ráðstefnu en annað þeirra er að námskeiðin sem eru fyrir eru m.a. að kenna leiki sem hægt er að taka til baka í fyrirtækin sín og kenna þar. Þannig það er hægt að nota námskeiðið um leið. Annað sem er áhugavert er að Mike Rother verður með erindi en hann er frábær fyrirlesari en það er því miður mjög erfitt að fá hann til þess að koma og tala á ráðstefnum. 
  • European Manufacturing Strategies Summit 2015 sem er haldin í Dusseldorf 26-28.október. Ég var fyrirlesari á þessari ráðstefnu fyrir 3 árum og kom mér þá á óvart hversu vandaðir fyrirlestrarnir voru. Þarna eru spennandi fyrirtæki að halda erindi eins og PepsiCo og Hugo Boss. 
  • Lean Summit 2015 - Lean transformation: Developing the capability to improve the work en hún er haldin 16-18.nóvember en því miður eru ekki komnar miklar upplýsingar um hana. Þetta hefur þó vanalega verið tveggja daga ráðstefna með fyrirlesurum eins og Daniel Jones. 
  • AME Cincinnati 2015 verður haldin 19-23.október. Ég hef tvisvar farið á AME ráðstefnu en í fyrsta skipti árið 2011 og síðan seinna skiptið í fyrra þar sem ég hélt erindi. Þetta er stærsta ráðstefnan sem ég hef farið á og eru þátttakendur um 1500-2000. Þeir fá vanalega frábæra lykilfyrirlesara ("keynote speakers") og seinast var m.a. Simon Sinek með efnið "why leaders eat last" - vá alveg meiriháttar!. Það eina sem hægt er að setja út á þessa ráðstefnu er að hún er mjög framleiðslumiðuð þó þeir séu að reyna að bæta við office og healthcare. Það er enn hægt að skrá sig og fá ódýrari miða (til 30.júní) og hægt að sækja um að vera fyrirlesari. 
  • Lean Startup 2015 verður haldin í San Francisco 16-18.nóvember. Þessi ráðstefna er ætluð fyrir frumkvöðla og er einnig meira fyrir IT og hugbúnað. Hún er hönnuð af Eric Rice sem skrifaði Lean Startup. Ég verð að segja að ég er mega spennt fyrir þessari ráðstefnu og finnst gríðarlega líklegt að ég fari. Þessi ráðstefna er líka svoldið hipp og kúl í ráðstefnuhaldi svo það er líka mjög skemmtilegt að sjá það. Dagskráin er ekki enn komin upp en ég bíð spennt eftir að sjá listann og seinast voru fyrirlestrar frá dropbox, Microsoft, Cisco, Google o.s.frv. Það er hægt að kaupa sér platínum, gull eða silfur pakka en platínum pakkinn bíður m.a. upp á Q&A með Eric Rice, skoðunarferðir í fyrirtæki og námskeið fyrir ráðstefnu.
Ég man ekki eftir fleiri ráðstefnum í bili en við hjá Lean Ísland erum að skoða þessar ráðstefnur og erum alltaf að leita af áhugaverðum fyrirlestrum fyrir ráðstefnuna okkar sem verður haldin 6.apríl 2016!!! Ef þið viljið sjá eitthvað erindi eða efni endilega hafið samband:)

0 Comments



Leave a Reply.

    Author

    Viktoría og Lísa

    Archives

    November 2020
    October 2020
    September 2020
    July 2019
    May 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2016
    September 2016
    May 2016
    April 2016
    February 2016
    September 2015
    August 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    August 2014
    March 2014
    January 2014
    November 2013
    October 2013
    September 2013

    Categories

    All
    Office Lean
    One Piece Flow
    Personal Lean

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly
  • Heim
  • Blogg
  • Efni
  • Myndbönd
  • Orðaskýringar
  • Um okkur