Þegar ég var á fótboltaleik með fjölskyldunni þá gat ég ekki annað en dáðst af hvernig sjónræn stjórnun er notuð þarna. Fyrst af öllu er það að sjálfsögðu völlurinn, línurnar og mörkin á honum. Liðin eru í mismunandi litum ásamt dómurum. Fyrirliðinn er með sér tákn fyrir sig og markverðir í öðrum búningi. Gefin eru gul og rauð spjöld af dómurum. Þegar komið var inn á völlin voru allar merkingar góðar til þess að koma öllum sem fyrst á sinn stað. Síðan var það öryggisgæslan sem var öll í skærgulum úlpum og voru við alla útganga. Líka fyndið að sjá aukna öryggisgæslu hjá aðdáendum mótherjanna :)
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorViktoría og Lísa Archives
August 2024
Categories |