5. Sit með hverjum og einum starfsmanni þar sem við förum yfir hversu góð þekking hans er. Þar skorum við þekkinguna hans í 1 - engin þekking,
2 - getur unnið starfið 3 - getur kennt öðrum, 4 - súper þekking (optional) Vanalega höfum við þetta síðan í mismunandi litum svo við sjáum strax gatið á því hvað við þurfum að hafa m.v. hvað við höfum. Í framleiðslu er líka hægt að taka úttektir á vinnunni í gegnum vinnulýsingar og verklagsreglur. 6. Fer yfir niðurstöður með yfirmönnum 7 Yfirmaður skoðar hvaða þörf hann hefur fyrir ákveðna þekkingu og þarf svo að nota þekkingar matrixuna til þess að loka því gati og gert er þjálfunarplan með hverjum og einum starfsmanni. það er mjög gott að tengja þetta við staðlaða vinnu en meira um hana seinna. Það þarf að passa að hafa þetta sýnilegt og uppfært. Þannig ef ferlar breytast þá þarf að passa að núlla starfsmenn þangað til þeir hafa fengið þjálfun í ferlinu. Þeir sem eru ekki vanir að búa svona til þá mæli ég með að þið prófið á ykkur sjálfum fyrst. Ég hef til dæmis notað template frá lean.org til þess að kortleggja mína lean þekkingu.en það er hér að neðan í hlekknum. Mér fannst þetta template flott sem kemur frá lean .org Hér er síðan örstutt myndband um skill matrix
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorViktoría og Lísa Archives
November 2024
Categories |